Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 54
100
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
en Baldursbránni? Og hvað var þá eðlilegra en að lielga goðun-
um þau grös, eins og annað metfé, sem þeim var helgað (Frey-
faxi) 91) Þetta er lítt rannsakað mál, en virðist vera þess vert, að
því sé gaumur gefinn.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum:
Lífrænar jökultímaminjar í Eyjafirði.
I. Skógarleifar undir Hólahólum.
Haustið 1940 var mér frá því skýrt, að í árbakka undir hólun-
um fyrir innan Hóla í Eyjafirði hefðu komið fram nokkrar trjá-
leifar. Brá ég mér því á staðinn og skoðaði hann samkvæmt til-
vísun Finns bónda Kristjánssonar í Ártúni, er skýrði mér frá
fundi þessum.
Svo hagar til að innarlega í Eyjafirði gengur hólahrúgald mik-
ið yfir þveran dalinn. Hólar þessir eru fornar jökulurðir. Að
vestanverðu í dalnum heita þeir Leyningshólar, en að austan eru
þeir kenndir við bæinn Hóla eða oft aðeins nefndir „hólarnir“.
Leyningsliólar eru að allmiklu leyti skapaðir af jökulruðningi ofan
af þverdal, sem Yillingadalur heitir, og loka þeir fjn'ir mynni
hans. Liggja þeir nokkru sunnar en Hólaliólar, þannig að norður-
brún þess hólahrúgalds nær lítið eitt norður fyrir suðurbrún
Hólahóla. I gegnum hólana hefir Eyjafjarðaná brotið sér farveg
endur fyrir löngu, er hann fremur þröngur og brattir melbakkar
að ánni beggja megin. Sýnilegt er þó, að dalbotninn hefir ein-
hverntíma verið allmiklu hærri en nú er, því að allbreiðir hhðar-
hjallar eru meðfram ánni í hólunum. Skammt fyrir norðan
Leyningshóla fellur dálítill þverlækur ofan í Eyjafjarðará. Yorið
1939 féll fram úr honum urðarskriða mikil og stórgrýtt. Stíflaði
hún ána um hríð á alllöngu svæði. Reyndist skriðan fastari fyrir
en melbakkinn austan árinnar, svo að þegar áin gróf sér nýjan
farveg grófst hann að miklu leyti inn í melbakkana. Yið umrót
1) Ekki var allt gras landnámsmönnum eins að skapi, hvar sem þeir
komu eða settust að. Illa þótti Grelöðu, dóttir Bjartmars jarls, konu Ánar
Rauðfeldar, ilmað úr jörðu í Dufansdal, vestra (i Arnarfirði), en er Ánn
tók sér bólfestu á Eyri í Eyjafirði, þá þótti Grelöðu „hunangsilmur úr
grasi“. (Landnáma).