Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 3
Steingrímur Jónsson :
Um þurrðir í Hvítá.
í 1. liefti Náttúrufræðingsins þ. á. er ítarleg lýsing Guðmundar
Kjartanssonar, jarðfræðings, á vatnsþurrðinni í Hvitá þ. 11. nóv.
f. á. , : j*j
Byggir hann lýsingu sína á eigin athugun árinnar, er þó var
eigi gerð fyrr en nokkru eftir að þurrðin varð, og auk þess á munn-
legri lýsingu margra manna, er búa meðfram ánni og ýmist höfðu
orðið þurrðarinnar varir eða ekki. Virðist höfundi hafa tekizt
ágætlega að meta slíkar lýsingar og draga af þeim réttar ályktanir.
Athugun hans sjálfs á staðháttum lier volt um góða eftirtekt á
verksummerkjum við ána og ágætan liæfileika til að tengja sam-
an öll smáatriðin í lcit að orsökum þeirra. Er því lýsingin öll hin
skilmerkilegasta og fróðlegasta.
Siðar í greininni lýsir höfundur fyrri þurrðum í Hvítá og minn-
ist auk þess á Þjórsá, hvortveggja eflir bæði skrifuðum og
munnlegum heimildum. Dregur hann af þeim nokkrar almennar
ályktanir og bendir á, hversu mikilsvert það væri að fá sem ná-
kvæmastar rannsóknir gerðar á þessum náttúrufyrirbrigðum, svo
að menn gætu fengið réttari skilning á þeim en verið hefir.
Við þessa ágætu grein höfundar langar mig lil að Iiæta nolckr-
um atriðum. Þetta mál er ekki aðeins mikilsvert sem almennur
þekkingarauki, heldur eiunig frá liagnýtu sjónarníiði i framtíð-
inni.
Til þessa hafa jökulárnar ekki verið hagnýttar lil orkuvinnslu
hér á landi, og er meðal annars orsökin sú, að þær verða ekki
beizlaðar nema með liltölulega miklum tilkostnaði, svo að ekki
er viðlit að hyrja á hagnýtingu þeirra í smáum stil, er síðar megi
við auka. Þær bylta sér svo mjög, að gera verður í þeim mikil
vatnsmiðlunarvirki, sem þurfa að gela haldið þeim í skefjum
8