Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 4
106 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að all verulegu leyti, ef hagnýting þeirra á að veröa sæmilega ör- ugg. j íi! i Mun víst engum blandast hugur um, eftir að hafa lesið lýsingu liöfundar af vatnsþurrðum, að virkjun neðan til í t. d. Þjórsá myndi stundum liafa ótryggt vatn, þótt vera kunni, að kaflarnir standi eigi lengi. Þegar þar við bætist i Þjórsá, að stíflur og ís- ruðuingar geta orðið það miklir, eins og varð veturinn 1926—’27, að áin varð bakkafull að heita mátti við Urriðafoss, en það er á að gizka 10 m vatnsborðshækkun, og Ölfusá liefir' oflar en einu sinni siðan hrúin kom hækkað sig svo, að aðeins um hálfur metri Iiefir verið frá íshrönninni upp undir brún, að þá er víst, að þess- ar ár verða ekki hagnýttar svo, að tryggt sé, þar sem þær renna í bvggð, nema á undan hafi farið ítarlegar rannsóknir á öllum háttum þeirra í frosti, stormum, logni og leysingum eftir endi- löngum farvegum þeirra. Greinarliöfundur tekur reyndar ekki til meðferðar í greininni þessar miklu vatnsborðshækkanir og ruðning í ánum, en heldur sér eingöngu við vatnsþurrðirnar sjálfar og orsakir þeirra, en allt er þetta þó af sömu rótum runnið í byrjuninni og þurrðirnar stundum uppliafið að ruðningunum. Til viðbótar þeim atriðum, er höf. telur fram, að einkum valdi vatnsþurrðunum, ætla ég að tilfæra hér eitt, sem ég lcl mjög mikils vert, en höf. gerir að mínu áliti of lílið úr. Það er kælingin af völduin vindsins, en hún er mikil, þólt hitastigið í lofti sé eigi nema lítið eilt undir frostmarki, einkum ef þurrt veður er. Er í því tilliti næstum sama, hvort vindurinn blæs með straum eða móti. Arfarvegurinn þarf aðeins að liggja þannig við, að vindur- inn nái að leika um vatnsflötinn. Vindbárur og vatnsskvettur verða oft meiri, þegar vindurinn blæs á móti straumi, en þótt þær séu ekki, myndást ísnálar miklu örar í straumvatninu, þegar vinduriun kælir vatnið og hlæs burtu valnsgufulaginu frá yfir- borðinu. Hér fer á eftir lýsing af krapmyndun í ám eftir athugunum, er gerðar hafa verið í Elliðaánum við Reykjavík, Sogi, Ölfusá og Þjórsá. Eru athuganir þessar að vísu mjög slitróttar, en hafa þó vei’ið gerðar um alhnargra ára skeið. Hvernig áin hagar sér i frosti, fer einkum eftir vindinum og úrkomunni, svo og eftir þvi, hvort hún er lygn eða straumhörð, og hvort um er að ræða lært vatn eða jökulvatn. Árstíminn ræður og nokkru um. Fyrst á háusti er valnið hlýtt frá sumrinu, og þiðna þá ísnálarnar jafnóðum og þær berast af yfirborðinu niður

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.