Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 107 í straumiSuna. Á þann hátt kólnar árvatnið niður undir hálft hitastig á Celcius, án þess að ísnálanna verði vart annars staðar, nema sem lagnaðaríss á lygnum. En el' lcælingin heldur áí'ram, fara ísnálarnar að segja til sín og krap fer að koma. Sé liins vegar logn, gætir þessarar yfirborðskælingar mun minna, enda þótt snarpt frost sé. Má ])á sjá á i þurru veðri með liálfs til lieils metra skýlagi yfir vatnsfletinum, þar sem bakkar eru nokkrir I>eggja vegna l'arvegarins, svo að hún lítur út eins og' heitur laugalækur. Tcfur þelta vatnsgufulag mjög mikið yfir- borðskælinguna. í logni e.r einnig afar mikill munur á þvi, bvort vatnið er taért eða ekki. Stjörnubjarta frostnótt kemur ofl mikill grunnstingull í ár með tæru vatni, þegar vatnið er orðið nógu kalt fyrir. Stafár bann af kælingunni við frágeislun bæði frá vatnsfletinum, en þó einkum frá árbotninum. I jökulá verður þessi kæling vegna geislunar aðeins frá vatnsfletinum, og grunnstinglar hun því ekki nema á þeim stöðum, sem ísnálar frá yfirborði geta l)orizl til botns, svo sem á flúðum eða á breiðum við eyrar. En tærar ár geta grunnstingláð í djúpum lygnum hyljum aðeins vegna botn- kælingarinnar, er stafa af geisluninni á heiðskýrri frostnótt. Sé skýjað, verður geislunin lítil eða engin, og á daginn er kælingin við botninn heldur ekki af þessum völdum. Má stundum sjá árnar verða snöggvast mjólkurlitaðar á stóru svæði skömmu eftir birtingu. Er það grunnstingullinn frá nótt- unni, er losnar l'rá bolni, kemur upp og berst með straumnum um stund, en þiðnar svo i vatninu og hverfur. Það er órannsakað mál, livað mikið af grunnstinglinum eru ísnál- ar, er orðið hafa til á þeim stað, er þær setjast, og bvað mikið er að- flutt með straumnum, en oftast mun bið síðartalda vera yfir- gnæfandi. Isnálarnar verða einkum til, þar sem kælingin er mest, og þær bafa mikla tilbneigingu til að festast á livern fastan lilut, er þær snerta, ef hann er jafn kaldur eða kaldari, en sé bann að- eins 3—5 þúsundasti úr Celicius gráðu heitari, festast þær ckki við. Þessi lilli bitastigsmunur befir ekki verið mældur hér, eu er útreiknaður eftir þvi, sem reynslan hefir sýnl að nægir til upp- hitunar á ristum í inntaksþróm vatnsaflsstöðva til þess að hindra isnálar að setjast á. Þetta er meðalhilastigsmunur i vatninu, sama á og við áðurnefnt liitastig um krapmyndun. Þegar ísnálarnar myndast, festasl þær fljótt hverjar við aðra, auk þess sem þær vaxa sjálfar, ef þær fá að vera kyrrar og kælingin lieldur áfram. Úr þessum vexli og samvexti verður til krapið. Er það samvaxnar 8*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.