Náttúrufræðingurinn - 1943, Blaðsíða 6
108
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
ísnálax’ meði miklu aí' vatni i milli, og er krapmyndunin á fyrsta
stiginu ekki óáþekk storknun blóðs, þótt þar sé að sumu leyti
ólíku saman að jafna. Trefjamyndunin við storknun blóðs kernur
fram við efnabrevtingar, en krapið liefir ekki greinilegar trefjar,
og verður til við storknun vatnsins vegna kælingarinnar eingöngu.
En krapið verður vörn'stráumvatnsins gegn því, að það stokk-
frjósi allt saman, líkt og storknun blóðsins. Verður þessi líking
býsna greinileg, þegar á er athuguð í nokkurra daga frostkafla.
Kistufoss í klakaböndum.
Krapið getur vaxið svo ört, að það má sjá vöxtinn, og það ekki
síður, þólt töluverður straumur sé í vatninu. Á flúðimi og foss-
brúnum verður kæling á vatninu vegna hraðaaukans, þegar vatn-
ið fellur frain af brún, og þar byrja isnálarnar að festast við brún-
ina og krapið siðan að vaxa fram af brúninni og utan um steina
eins og kúfar og bólstrar hvarvetna í botni. Áin byrjar þá að
hlaða undir sig, straumurinn liggur ofan á krapinu eða í taum-
um á milli bólstranna, en mikið af .kyrrstæðu vatni verður eftir
i krapinu og minnkar við það rennslið. Getur áin á fám dögum
lxækkað sig um meira en heilan metra á þennan hátt. Jafnframt
koma ísskarir við löndin. Er það lagnaðaris, er þó fær einnig
isnálar frá straumvatninu eftir þvi, sem þær berast að. Sé auk