Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 10

Náttúrufræðingurinn - 1943, Qupperneq 10
112 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN skortir allar mikilsverðustu upplýsingar um undirstöðuatriðin til réttrar hagnýtingar, og þessar upplýsingar er ekki hægt að fá all- ar, nema með athugun á löngum tíma. Verður því að hefja fram- kvæmdir ofl og einalt eftir ágizkun, og þótt takast megi að leið- rétta þær ágizkanir síðar við þá reynslu, er fæst við byrjunarhag- nýtinguna, vofir þó ávallt yfir Iiættan á mistökum í fyrstu, með- an svo er ástatt. Er því grein Guðmundar Kjartanssonar mikils verð ábending um nauðsyn rannsókna á þessu sviði, og á hann fyrir það þakkir skiiið. Finnur Guðmundsson : Nýr íslenzkur burlcni. f júnímánuði siðastliðnum ferðaðisl ég um Öræfin i Austur- Skaftafellssýslu og dvahli þá meðal annars nokkra daga á Kvi- skerjum. Við það tækifæri sýndi Hálfdán Björnsson á Kviskerj- um mér þurrkuð eintök al' burkna, sem liann hafði l’undið þar og ekki tekizt að nafngreina eftir Flóru fslands. Taldi Hálf- dán því ekki ólíklegt, að hér gæti verið um nýja tegund að ræða. Samkvæmt ósk minni vísaði Hálfdán mér á staðinn ])ar sem liann liafði fundið burknann og fundum við þar nokkur eintök, sem ég tók með til alhugunar. Við nánari rannsókn kom i Ijós, að tilgáta Hálfdánar reyndist rétt. Hér var um nýja tegund að ræða, sem á vísindamáli heitir Asplenium vir- ide Huds., en ættkvíslin Asplenium er einnig ný fyrir ísland. Á íslenzku mætti kalla þessa tegund klettaburkna. Á Kvískerjum óx klettaburkninn í klettum og klettanybbum í lilíðinni vestan við bæinn, en mjög lítið virtist þó vera af honum þar. Einmitt á þessum slóðiun vex glitrósin (Rosci can- ina L.) í kjarrbrekku. Það er einkennileg tilviljun, að þarna skuli hafa fundizt svo að segja á sama bletti tvær plöntuteg- undir, sem ekki hafa fundizt annars staðar á íslandi. Á klettaburknanum eru gróbæru og grólausu blöðin eins. Blaðkan er einfjöðruð með leggjuðum, kringluleitum smáblöð- um, sem.eru bogtennt og hárlaus og stærst um miðbik blöðk-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.