Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
113
unnar. Gróblettirnir eru aflangir og beinir, venjulega stak-
dreifðir. Hulan er vel þroskuð og heilrend. Hún er fest við út-
jaðar gróblettsins, en laus frá innjaðrinum. Blaðstilkurinn er
brúnn neðan til, en efst ljósgrænn eins og miðstrengur blöðk-
unnar, sem er greinilega grópaður eftir efra borði endilöngu.
Kletlaburkninn vex í
skuggasælum klettaskorum
og liömrum. Heimkynni lians
eru í Mið- og Norður-Evrópu,
liáfjöllum Suður-Evrópu,
Litlu-Asíu, Kákasus, Síbiriu
og hinum tempraða liluta
Norður-Ameríku. Erlendís
getur klettaburkninn orðið
allt að þvi 25 cm hár og eru
smáblöðin þá ailt að þvi 30
að tölu livoru megin á blöðk-
unni. Eintök þau, sem ég
safnaði á Kvískerjum, voru
hins vegar miklu minni, eða
aðeins 3—8 cm há, og smá-
blöðin livergi fleiri en 15
iivoru megin.
í 11. árg. Náttúrufræðings-
ins, 1941, bls. 54—63, er
grein eftir Baldur Jolm-
sen um gróðurríki Öræfa
og Suðursveitar í Austur-
Skaftafellssýslu. Yið plöntulista þann, er greininni fylgir, get
ég auk klettaburknans bætt eftirfarandi tíu tegundum: Skjald-
burkni (Pohjsticluim lonchitis (L.) Roth.), skollafingur (Lyco-
podium selcigo L.), mýrasef (Juncus alpinus Yill.), blátoppastör
(Carex canescens L.), liúsapuntur (Triticum rcpens L.), brönu-
gras (Orchis maculatus L.), dvergsóley (Ranunculus pygmaeus
Whbg.), klukkublóm (Pyrola minor L.), aðalbláberjalyng (Vac-
cinium myrtillus L.) og grájurt (Gnaphalium silvaticum L.). Af
öllum þessum tegundum hefi ég séð þurrkuð eintök, sem þeir
Kvískerjabræður, Sigurður og Flosi Björnssynir, liöfðu safnað.
Þær eru allar fundnar á Kvískerjum, nema blátoppastörin, sem
fannst á Fagurhólsmýri. Dvergsóleyjuna og grájurtina fann Flosi
Björnsson í Breiðamerkurfjalli í bjTjun júli 19-12, en skjald-