Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 12
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
burkninn fannst i Ærfjalli. Eftir því sem eg veit bezt, liefir
grájurtin ekki fundizt áður á Suðurlandi.
Að lokum má svo bæta við sjö tegundum, sem fundizt liafa
í Öræfum og' annaðhvort hefir verið getið í Flóru Islands eða
í greininni Gróðurrannsóknir Islands II eftir Steindór Steindórs-
son í 1. hefli Náttúrufræðingsins 1943. Þessar tegundir eru:
Safastör (Caréx diandra L.) lotsveifgras (Poa flexuosa Sm.)1 2),
blátoppa (Sesleria coerulea (L.) Ard.), tjarnarbrúsi (Spargan-
ium minimum Fr.), trjónubrúsi (Sparganium affine Schnitzl.),
þrenningargras (Viola tricolor L.) og maríuvöttur (Alchemilla
faeroénsis (Lge.) Buser.). Alls verða þvi tegundirnar 18, sem
bæta má við plöntulista Baldurs Johnsen.
Jóhannes Áskelsson :
Um
nýrrar Islandsl/singar.
Upp á síðkastið liafa verið uppi raddir um útgáfu nýrrar Is-
landslýsingar. (Valtýr Stefánsson: Morgunblaðið, Skúli Skúla-
son: útvarpserindi. 1!). april s. 1., og Steindór Steindórsson: Sam-
tíðin, 6. Iiefti, þ. :á.).
Það eru orð i tíma löluð, að liefja þurfi undirbúning að vand-
aðri lýsingu á landi og þjóð, er á sínu sviði væri hliðstæð ýmsum
merkisritum íslenzkum, eins og til dæmis íslenzkum fornritum,
Sögu Islendinga, sem Menntamálaráð íslands hefir þegar hafið
útgáfu á, fyrirhugðri allsherjar orðabók yfir íslenzkt mál svo
eillhvað sé nefnl til samanburðar.
Fins og stendur eru allar eldri lýsingar íslands þrotnar á bóka-
markaðnum og þvi erfitt þær að eignast.
Þar að auki hefir engin þeirra nokkurntima verið alhliða lýs-
ing á landi og þjóð, og loks er margt af þvi, sem i þeim stendur,
orðið úrelt. Lætur slíkt að líkum.
Ferðabók þeirra Fggerts og Bjarna (Sorö, 1772) er snilldarverk
þess tíma, er hún kom út á.Fn hún var rituð á dönsku og varð aldrei
almenningseign á Islandi. Nú er þessi bók í frekar fárra höndum,
og þó hennar sé bráðlega von í íslenzkri þýðingu, lýsir það auð-
1) Áður nafngreind sem toppstör (Carex paniculata L.).
2) Aður nafngreind sem Poa laxa Haenkc,