Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 16
118
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og er sú aðferðin ef lil vill sú venjulegasta, eða að farið sé að, eins
og hér er gert ráð fyrir, að rannsóknarsvæðin séu valin þannig,
að þau myndi sem beztar landfræðilegar heildir hvert um sig. í
sumum tilfellum myndu þessi takmörk falla saman.
Að síku riti sem því, er hér liefir verið lýst þurfa margir menn
að starfa, ef það á nokkurntíma alll að sjá dagsins ljós. Ýmsar
rannsóknir þarf að framkvæma áður en liægt verður að rita alla
þá kafla, sem i efnisyfirlitinu eru nefndir. Áður en II. bindi alls-
Iæi'jarlýsingarinnar gæti komið þarf l. d. að fá yfirlit yfir öll
sérkennilegustu formin í landslagi íslands, það þarf að ná af þeim
góðum myndum á mismunandi þrógunarstigi, og gera þarf glögga
grein fvrir myndunarhætti þeirra og þróunarferli. Þá þarf að
kanna rækilegar, en gjört hefir verið lil þessa, plöntuleifarnar i
fylgilögum surtarbrandsins, og fá úr því skorið frá hvaða tíma
(eða timum) þessi gróður er. Ákvarða verður fánu Tjörneslag-
anna betur en gjört hefir vcrið. Mildu nákvæmari og rækilegri
rannsókn þarf að fara fram á jarðlögum landsins frá hlýviðris-
skeiðum jökultímans, og loks, nákvæm könnun á frjóum (pollen)
mómýranna verður að framkvæmast.
Hér er aðeins drepið á það helzla, sem rannsaka verður i jarð-
fræði íslands áður en ný íslandslýsing gæti komið út. Nægir það
lil þess að sýna, að ekki verður hlaupið að, að framkvæma verk-
ið.
Þá er aðeins ein spurning eftir: Er þetla framkvæinalegt eins
og sakir standa?. Ég held það. Ég held líka, að þjóðin vilji að
þetta sé gert, (smh. allar útgáfur héraðslýsinganna, sem áður
var á drepið). Að þessu sinni skal þó ekki rætt hvernig með málið
ætli að fara í framkvæmdinni. En ýmsar stofnanir eru til, sem
gætu haft forgöngu i því. Bókmenntafélagið hefir verið nefnl
(Steindór Steindórsson í áður nefndri grein í Samtíðinni) en eins
mætti nefna Menntamálaráð íslands og Rannsóknarráð ríkisins
o. fl. Ef til vill væri heppilegast að allar þessar stofnanir stæðu
sameinaðar að útgáfunni.