Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1943, Síða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 Jóhannes Sigfinnsson og Ragnar Sigfinnsson : Um fuglamerkingar við Mývatn. Eins oí* flestum mun kunnugt, er fuglalíf mikið og fjölskrúð- ugt við Mývatn. Þar verpa flestar andategundir, sem heima eiga a íslandi og auk þess mikið ai' vaðfuglum og spörfuglum, nokkr- ar máfategundir og ránfuglar. Þar sem svo margar fuglategundir eru samankomnar á einum stað og fjöldi einstaklinganna mjög mikill, er auðséð að aðstaða lil fuglamerkinga er fremur góð. Að vísu er ekki auðvelt að liafa liendur á fuglunum, þvi þeir neyla eðlilega vængjanna til að forða sér frá mönnunum. Þessvegna verða það ungarnir sem auðvedlara er að ná. Yið liöfum nú starfað að fuglamerkingum við Mývatn i 18 ár. Á þeim tíma höfum við merkt samtals 1364 fullorðna fugla. Af þeim höfum við lekið fulla 300 fugla oftar en einu sinni, stundum sama fuglinn ár eftir ár. Auk þessa liöfum við merkt 6174 unga. Aðferðir þær sem við höfum við að ná fullorðnu fuglunum eru margvislegar. Endurnar tökum við helzl þegar þær sitja á hreiðr- unum. Þá eru þær venjulega gæfar. Ekkert ber á að þær yfirgefi hreiðrin þó að þær séu teknar á þeim til merkingar. Flestar endur eru fremur seinar að vikja sér til eða breyta um stefnu þegar þær eru á fhigi og má þá ofl taka þær ef þær fljúga nálægl manni, með þvi að Iilaupa i vcg fyrir þær, hrópa hátt og veifa liandleggj- unum og kasla í veg fyrir þær ef maður hefir eitthvað lauslegt við hendina, lil dæmis liöfuðfat. Við þetta kemur fát á þær svo þær falla til jarðar og gefast þá oftast algerlega upp við að reyna að forða sér. Á þetta einkum við um lirafnsöndina sem er mjög þunglamaleg á flugi. Hrossagaukar reyna oft að fela sig í grasi eða skorningum og ireysta því hvað þeir eru samlitir jörðinni. Má oft ganga fast að þeim, einkum ef maður stefnir ekki heint á þá. Má þá ofl taka þá með ])ví að kasta vfir þá höfuðfati eða einhverri flík sem ekki meiðir þá. Spörfuglaunga má ekki merkja fyrr en þeir eru nálega hálf- vaxnir, þarf því öðruhvoru að vitja um hreiðrin til að fylgjast með hve ört þeir stækka. Hettumáfsungar fara fljótt úr hreiðrinu og eru mjög lægnir á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.