Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1943, Page 26
128 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN jurtir þessar sunnanað til Norðurlanda. Akuryrkjan er mjög gömul í Miðjarðarhafslöndunum. í liinum ævafornu grafhýsum höfðingja i Babylon og Egyptalandi liafa fundizt bæði bygg- og hveitiakrar, sem þarna hafa geymst í þusundir ára og myndir af akuryrkjustörfum eru enn til. Alkunn er biblíusagan um Jósef, sem Faraó gerði að yfírmanni hveitiframleiðslunnar og korn- birgðanna í Egyptalandi. Kína er einnig ævafornt hveitiland. Nú eru fremur lirísgrjónin kennd við Kína. 1 fyrstu mun kornið lítt hafa verið matreitt, heldur etið líkt og það kom af guðs grænni jörðinni. Siðar var farið að steikja það (eða rista) og merja og loks að mala það. Þegar farið var að merja kornið og steikja, lærðu menn smám saman að elda graut. Mjölið var líka, og er enn, sumstaðar borðað hrátt, bleytt í vatni. Það er kjarnfæða. Grauturinn var fyrirrenn- ari flatbrauðsins. Grautar- eða deigkekkir voru bakaðir i heitri ösku og á glóðinni. Á bronsiöldinni átu Evrópuþjóðir flatbrauð. Babyloníumenn, Egyptar og Gyðingar lifðu líka mikið á flat- brauði. Það var gert úr grófu, vatnsmiklu deigi og flatt út i þunn- ar kökur svo að auðvelt væri að baka það. Ger eða súrdeig þurfti ckki við flatbrauðsgerðina, enda á það betur við hveilibrauð, en byggbrauð eða rúgbrauð. Ýmsar þjóðir borða enn mikið af flat- brauði t. d. Persar, Armenar og Ivákasusmenn. Brauðgerðin er ldn sama og var í Babylon aftur i grárri forneskju. Norðmenn og Svíar liorða „brakanda“ (Knækbrauð) með beztu lyst og is- lenzka flatbrauðið er mjög Ijúffengt. „Gunnar, Héðinn og Njáll“ lxafa borðað samskonar flatbrauð og Jón og Guðrún vorra tíma. Brauð, sem fundizt hefir í fornum víkingagröfum er alveg eins og flatbrauð bændanna nú á Norðurlöndum. — Höfðingjar Róm- verja átu stundum súrbrauð úr liveiti, en alþýðan borðaði flat- brauð. Algengasti matur hennar var hafrasúpa, liirsigrautur, olíf- ur, ostur og mjólk. Rómverskir hermenn lifðu aðallega á graut og flatbrauði. % af ]xví var vatn, en með þennan mat i maganum lögðu þeir samt undir sig heiminn. Rúgur, bygg og hafrar voru helztu korntegundir i Evrópu á miðöldum, ásaxnl hirsi og bókliveiti. Hveiti var aðallega ræklað í Suður-Evrópu, en bæði þar og í Mið-Evrópu var aðalmatur lýðs- ins flatbrauð og graular. Hveitibrauð var aðcins háliðamatur auðugra manna. Bændurnir ræktuðu að vísu sumstaðar hveiti en borðuðu sjálfir hirsið. — Loks lærðu menn að nota ger við braurðgerðina. Var samt lengi haldið að ger væri óholt og mynd- að við rotnun, Á Norðurlöndum og íslandi er rúgbrauð og hveiti-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.