Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1943, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 133 11. Brönugrös, Orchis maculatus, Skaptafell. 12. Maríuvöttur, Alchemilla faeroensis, Ilnappavellir. 13. Egg'jasjóður, Rhinanthus groenlandicus, Hali, Skaptafell. 14. Grænvöndur, Gentiana amarella, Bæjarstaðarskógur. 15. Engjafífill, Taraxacum croceuiu, Bæjarstaðarskógur. í Skaptafelli var mér einnig sýnd þrílit fjóla, Viola tricolór, sem þar hafði fundizt. Af plöntum þeim, er B. J. telur sjaldgæfar fann ég jarðarber, Fragaria vesca, í Bæjarstaðaskógi og lijá Skapta- felli, og hjartatvíhlöðku, Listera cordata, hjá Skáptafelli. Akureyri, 15. febr. 1942. Steindór Steindórsson, frá Hlöðum. Úr bréfi. . . . Þann 15. desember árið 1943 var maður á gangi inn með Gilsfirði. Veður var á norðan og allhvasst, en veðurlagi er þannig hátlað á þessum slóðum, að í norðanveðri er venjulega næstum því logn öðruhvoru, en á milli koma snarpar þotur, og svo var einnig í þetta sinn. Sér hann þá hvar ugla (liklega hrandugla) flýgur fram undan sjávarhökkum, skannnt frá honum, og rennir sér fram yfir sjó- inn, rétt yfir sjávarfleti. En allt í einu kemur snörp þota og hvolf- ir hún uglunni við, og slær henni niður í sjóinn. Uglan reyndi að fljúga upp og komst með höfuðið og vængina upp úr, en aldrei með fæturna og aflurlilutann. Hún harðist alllengi um með vængj- unuiu, en smá seig þó alltaf dýpra og dýpra niður, og harsl um leið lengra og lengra frá landi. Það sá maðurinn síðast til uglunn- ar, að aðeins höfuðið stóð upp úr, og var hún þá alveg hætt að hrjótast um. . . . S. G.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.