Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 10
101
náttúrufræðIngúrínN
oft afarþykk, alt af 100 m, séu móbergsklessur og klebrar. Þannig
verður sama eldleðjan bæði að krystölluðu hrauni og gleri, og glerið
er á þeim stað, þar sem snögg kæling kom alls ekki til greina, eða
þar sem kælingin var öllu heldur mjög hæg.
Þannig verður þá að telja að snöggkæling eigi alls ekki alltaf við
sem skýring á móberginu og þar með er rofin hin hugsaða nána teng-
ing þess við ísaldarjökla. Við þessu mátti raunar búast. Gler mynd-
ast að vísu við hraðkólnun, en það getur líka myndast við liæga kóln-
un. Þar með er komið að nýju þýðingarmiklu atriði, sem enn hefir
ekki verið minnst á. Sé glerkvoðan nefnilega þykkfl jótandi, er óhætt
að kæla hana tiltölulega mjög hægt án þess að hún krystallist og kem-
ur það fram í öllum gleriðnaði. En auk þess blasir þessi staðreynd
við þegar inenn kynna sér jarðfræði íslands. Hér eru til nokkur
hrafntinnuhraun, sem runnið hafa eftir ísöld og er ekkert sem bend-
ir til að jtau ha-fi kólnað óvenjuhratt. En hrafntinnan er ókrystölluð,
þ. e. a. s. gler. Þykk lög af hrafntinnugleri sýna eins ljóst og kosið
verður, að hraunleðja getur verið tvennt i senn, nógu þunnfljótandi
til þess að renna og breiðast út og of þykkfljótandi til þess að kryst-
allast við þann kólnunarhraða, sem á sér stað í þykku lagi á yfirborði
jarðar.
Að sjálfsögðu verður að taka fullt tillit til þessa möguleika til gler-
myndunar við rannsókn móbergsins. Og eins og ég benti á, er enginn
vafi á því, að sumt af móbergsglerinu er myndað við hæga kólnun.
Til þess að skýra glermyndunina þarf þá ekki annað en gera ráð fyrir
að hraunleðjan hafi verið óvenju þykkfljótandi, enda bendir hin
mikla þykkt hraunflóðsins einmitt til þessa. Þetta bendir svo aftur
til lágs hitastigs c>g nú vill svo vel til að úr annarri átt koma einnig
bendingar um það.
Hugsum okkur að hraunleðja taki að kólna mjög hægt neðanjarð-
ar. Þar að kemur, að viss tegund kyrstalla fer að myndast á víð og
dreif um leðjuna. Krystallarnir verða tiltölulega fáir, en geta orðið
all-stórir vegna hinnar hægfara kólnunar. Nú getur það hent, að á
þessu stigi brjótist eldleðjan upp til yfirborðsins. Þar kólnar hún
fljótlega og verður annað hvort að gleri eða venjulegu smákrystöll-
uðu hrauni, en gömlu stóru krystallarnir skera sig úr sem dílar í þess-
ari bergtegund. Nú er það svo með móbergsglerið og hraunlögin,
sem fylgja móberginu, að þau eru alsett þessum stöku krystöllum,
sem myndast hafa áður en gosin urðu og því verður að telja að eld-
leðjan hafi verið orðin fremur köld, er hún brauzt fram. Hraun-
flóðin hafa væntanlega ekki öll verið jafn heit, eitt flóðið var kalt
og þykkfljótandi og varð að gleri, næsta flóð, sem breiddist yfir sama