Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRjÉÐlNGtJRlNN loí 5. Þrýstingnum létti snögglega af vatnsríkri, kaidri eldleðju, sem sundraðist og varð að ösku (öskugos). ö. Sprengingar urðn þegar á miklu dýpi og blönduðust glerögnun- um framandi bergmolar. Úr þessu varð leir- og hnullungagrautur, sem myndaði leirlög og molabergslög. Þegar nánar er að gáð, kemur í ljós, að gos, sem einkennast af lágu hitastigi og mikilli vatnsblöndun hraunsins, eru alltíð annars staðar. Ýmis einkenni slíkra gosa eru harla lærdómsrík til samanburðar við móbergið, sérstaklega molabergslög þess. Við gosið á Martinique 1902 kom upp úr fjallinu Pelée þungur öskumökkur, sem léll með ógnarhraða niður fjallshlíðina og sópaði burtu öllu lauslegu á leið sinni. Við gosið í Lassen Peak 1915 kom svipað fyrir. Öskumökkurinn sópaði burt skógi á stóru svæði, liann bræddi einnig snjóskafl uppi í lilíð fjallsins, og eins nnun hafa rignt úr hönum sjálfum með þeim árangri, að óstöðvandi leðjustraumur vall niður frá fjallinu. í skóg- inum, sem áður þakti hlíðar fjallsins, voru trén þetta 3—5 fet í þver- mál, og því styrk og stöðug. En á rnargra mílna svæði hafði ösku- mökkurinn og ileðjustraumurinn ekki aðeins sópað burt þessum skógi, heldur einnig skafið allan jarðveg ofan af föstu bergi, sem stóð eftir eins og nauðsópað gólf. Gera verður ráð fyrir, að slík gos kunni að hafa orðið á tímurn móbergsmyndunarinnar, og vér hljótum að svipast um eftir ein- liverjum vegsummerkjum þeirra. Vér getum búizt við því, að finna lög af hörðnuðum leðjustraumi. Steinarnir og björgin, sem leðjan flutti með sér, gætu verið talsvert núin og' rispuð, og þessi lög gætu líkzt mjög jökulruðningi. Enn fremur gætum vér búizt við því, að berggrunnurinn, sem leðjustraumurinn rann yfir, væri skafinn og rákaður og minnti tálsvert á jökulrispað berg. Áður en ég sný mér að því að athuga móbergsmyndunina í þessu sambandi, vil ég þó víkja nánar að fleiri menjum tiltölulega kaldra gosa, sem þekktar eru í öðrum löndum, og kem þá að fornum elds- umbrotum í Sclnvaben í Þýzkalandi. Þar er á vissu svæði mesti urm- idl ruðningshóla, þ. e. a. s. hóla úr leir, sandi, möl og stórgrýti, vöðl- uðu saman í formleysu. Þessir hólar eru taldir rninna mjög á norður- þýzkt landslag, sem skapað er úr jökulruðningi ísaldarinnar eða á sams konar landslag við rætur Alpafjalla, og um eitt skeið var það óbilandi trú jarðfræðinga, að þessir hólar í Schwaben væru mynd- aðir af jöklum. Svipurinn með jökulruðningi er t. d. svo mikill, að rispaðir og heflaðir steinar eru algengir í þessum hólum eins og í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.