Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 111 á góðum mjólkurkúm. Sumar kýr mjólka vel, aðrar illa, þótt hvort tveggja borði jafn mikið af sama fóðri, og sumar kýr mjólka prýði- lega af fóðri, sem aðrar mjólka ekki dropa af. M.eð kynbótum á grundvelli erfðafræðinnar er liægt að auka mjólkurmagn kúnna að miklum mun og í senn gera þær sparneytnar á allan mat. Og á sama hátt er hægt að auka afköst allra annarra nytjadýra. En það er ekki nóg að auka afköst dýranna einna. Við viljum helzt fá sem mest af sem beztu fóðri af hverri einingu lands án þess að auka vinnuna við að hirða það svo nokkru nemi. Þess vegna hafa íslenzkir bændur eytt þúfunum úr túnunum og sáð grasfræi í plægða jörðina. En erlendir bændur láta sér ekki nægja svo lítið, heldur plægja þeir tún sín oft eftir föstuni reglum, sem vísindamenn á tilraunaibúum í jarðrækt hafa gefið þeirn, og auk þess leggja þeir sterka áherzlu á að nota eingöngu þá stofna og tegundir, sem vís- indamennirnir telja heppilegasta til notkunar á hverjum stað. Þeim er ekki sama, hvaða fræ þeir fá keypt, þegar þeir ætla að sá í sáð- sléttur sínar og tún, heldur biðja þeir um ákveðnar tegundir og stofna, sem gefa þeim mestan arð fyrir sörnu vinnu. Þessir stofnar eru ætíð árangur af vinnu þeirra rnanna, sem fást við kynbætur á jurtum á grundvelli erfðavísindanna. Kynbætur jurta eru ekki bundnar við túnjurtir og akurjurtir einar saman. Allar nytjajurtir mannkynsins eru kynbættar víða um heim með það fyrir augum að fá af þeim meiri afrakstur og betri. Og á ýmsum stöðum leggja sérfræðingar líka mikla vinnu í kynbætur skrautjurta, sem prýða heimili og garða um víða veröld. Jurtakynbætur vinna að því að fá fram erfðalega bætt fræ af ýms- um tegundum. Þær byggjast ætíð á þeirri margsönnuðu og augljósu staðreynd, að aliar ókynbættar tegundir jurta eru gerðar af ótal mis- munandi afbrigðum. Þessi afbrigði eru oft saman í einni bendu, svo að engir tveir einstaklingar eru nákvæmlega eins, meðan tegundin er ókynbætt, en að kynbótunum loknum eiga allir einstaklingar sama stofns að vera svo líkir hver öðrum sem framast er unnt, bæði að hinni ytri og innri gerð sinni. Það eru að sjálfsögðu margar aðferðir, sem notaðar eru við jurta- kynbætur, og nærri því við hverja tegund þarf að hafa nýjar að- ferðir á reiðum höndum. En allar aðferðirnar miða samt að því marki að búa til sem beztar og afkastamestar jurtir, sem eru heppi- legri en allir aðrir stofnar sömu tegundar til ræktunar við vissar aðstæður. Þegar jurtin er kynbætt, þarf fyrst að hreinrækta hana með nákvæmu úrvali, og á grundvelli úrvalsins eins er hægt að bæta allar ókynbættar jurtir talsvert. Með úrvali er hægt að fá fram stofna með

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.