Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 18
112 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mismunandi eiginleikum, svo að sumir blómgast snemma og þrosk- ast fljótt, aðrir þola frost og þurrk betur en liver liinna stofnanna, og enn aðrir þola ýmsa sjúkdóma. En þegar búið er að hreinrækta alla stofnana fyllilega, er ekki liægt að bæta þá meir með úrvali einu saman. Þá er gripið til svonefndra víxlfrjóvgana á milli ýmissa stofna, til að sameina ákveðna eiginleika ]>eirra í einu afbrigða og auka af- köst þeirra enn rneir. Að lokinni víxlfrjóvgun er síðan valið úr að nýju í nokkra ættliði, þar til búið er að hreinrækta nýja stofna með æskilegum eiginleikum. Og þegar búið er að kynbæta og hreinrækta ákveðna jurt, er fræjum hennar fjölgað undir ströngu og nákvæmu eftirliti, og margar samanburðaritilraunir gerðar til að leiða í ljós gæði nýja stofnsins og yfirburði lians samanborið við gamla stofna. Ef það kemur í ljós við þessar samanburðartilraunir, að stofninn er að einhverju leyti gallaður, lialda kynbæturnar áfram, en að öðrum kosti erifræjunum fjölgað enn meir, unz nógu mikið er til af þeim til að fullnægja eftirspurninni, svo að bændur og garðyrkjumenn geti notfært sér nýju stofnana eftir vild. Jurtakynbætur á grundvelli vísindalegrar þekkingar hófust hvergi fyrr en eftir síðustu aldamót, en áður höfðu þó talsverðar kynbætur verið reknar af ótal imönnum, sem fengizt hafa við frærækt frá ó- munatíð. Vegna skorts á þekkingu á grundvallaratriðum erfðanna gekk þeim þó mjög erfiðlega, og kynbætur, sem nú taka aðeins nokk- ur ár, tóku áður oft áratugi eða aldir. En það gerði minna til áður fyrr en nú, þótt verkið gengi seint, og það voru hinir ólærðu kyn- bótamenn, sem skiipuðu meginið af öllum ræktuðum stofnum af hveiti og rúg, höfrum og byggi, maís og rísgrjónum, kartöflum og rófum, epfum og perum og öðrum nytjajurtum mannkynsins. En síðan jurtakynbæturnar tóku vísindin í þjónustu sína, hafa þær margfaldað afrakstur allra þessara jurta, gert þær ræktanlegar, þar sem þær gátu ekki lifað áður, og bætt gæði þeirra á margan veg. ]urtakynbætur nútímans leggja sterka áherzlu á að bæta allar nytja- jurtir á þann hátt, að sem mestur afrakstur og beztur fáist af hverjum ræktuðum landsskika, þótt sama vinna og fyrr sé lögð í ræktun hans. Það er hægt að nefna mörg dæmi þess, hvernig nytjajurtir hafa verið búnar til eða endurbættar með kynbótum. En sökum þess, að ég vildi ihelzt tala um það allt nánar í löngum erindaflokki síðar, læt ég mér nægja að nefna nokkur dæmi um sigra jurtakynbótanna í öðrum löndum. Á Skáni í Svíþjóð, rétt hjá borginni Landskrona, er lítið þorp, sem hetir Svalöv. Fyrir sextíu árum síðan var það jafn óþekkt og Teck-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.