Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 117 Sá sérfræðingur, sem bezta og mesta árangra hefir fengið af til- raunum með kynbætur villihveitis og hveitis, vinnur í Síberíu. Hon- um hefir tekizt að fá fram stofna, sem sameina í sér ýmsa góða eigin- leika frá báðum foreldrunum, og þessir stofnar eru nú þegar dreifð- ir víða um Síberíu. Ennþá gefa þeir þó ekki jafn rnikið af sér og liveiti, en þeir eru prýðilegir til fóðurs. Rótarkerfi sumra þeirra er svo mikið, að 150—200 strá vaxa upp af sama fræi á fyrsta ári, og þeir gefa jafn mikið af sér í 5—10 ár, þótt akurinn sé ekki plægður. Kyn- bætur þessa fjölæra hveitis halda áfram, og það er enginn efi á, að það tekst til fulls að gera ljölæra hveitið samkeppnisfært við einært hveiti. Rússneska ríkið hefir svo mikinn áhuga á þessum kynbótum, að það veitti sérfræðingnum 30 milljónir rúblna í laun og styrk til tilraunanna á síðastliðnu ári, að því er frétt í ameríska tímaritinu „Time“ sagði frá vorið 1945. Þessi frásögn mín hefir tekið talsvert rúm, svo að bezt er að fara fljótt yfir frekari sögu erlendra kynbóta og nefna aðeins fá dæmi og stutt í viðbót. Frostþolnu kartöflurnar í Rússlandi lrefi ég nefnt áð- ur. Þær voru búnar til með kynbótum, þar sem ýmsar kartöfluteg- undir frá Suður-Ameríku voru notaðar samhliða okkar venjulegu kartöflum. í Bandaríkjunum hafa verið búnar til góðar kartöfluteg- undir, sem þola kartöflumygluna illræmdu. Það er líka til tóbaks- tegund, sem ekkert tóbakseitur er í, sem og stofnar af sojabaunum, sem eru ræktanlegir á Norðurlöndum. Hvert einasta ár koma fram ný, kynbætt afbrigði af jarðarberjum og hettuberjum, sem þola nor- rænt loftslag betur en hin gömlu afbrigði, og í Ameríku hefir ein kynbótastöð búið til aðalbláber, sem eru um 2—3 sentimetrar að þvermáli. Með tvöföldun litþráðatölunnar hefir verið búinn til hvít- smári, sem gefur margfalt af sér í samanburði við venjulegan hvít- smára, og með sörnu aðferð hefir verið hægt að auka afköst ýrnissa trjátegunda. Eplatré eru nú hægt að rækta norður við heimskauts- baug, vegna kynbóta í Kanada, Rússlandi og Svíþjóð, og perur, plómur, kirsiber og persíkur geta von bráðar vaxið í ofveðra- og vot- viðrasömum löndum og borið góðan og jafnan ávöxtárhvert. Um allt hitabeltið er unnið að kynbótum á appelsínum, baðmull, ananas, banönum og fleiri suðrænum jurtum. Og gúmmíjurtir eru kynbætt- ar af miklu kappi víða um heim. Fyrst ég minntist á gúmmíjurtir, er bezt ég segi nokkur orð um rússneska gúmmífífilinn. Gúmmí er unnið úr gúmmítrjám ýmissa tegunda, en fyrir rúmum áratug fann rússneskur grasafræðingur nýja tegund af fífli í Kákasusfjöllum og tók eftir því, að þegar rót hans var skorin sundur, teygðist mjólkursafinn í óvenju langa og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.