Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 30
124
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hér um slóðir. Auk nefndra tegunda bætist sums staðar við sjötta
tegundin, hið fágæta rauðberjalyng (sjá síðar).
í meginhéraði Öxarfjarðar er lítið urn grasmóa, en lyng- og kjarr-
rnóar ríkjandi. Helztu tegundir þar eru auk venjulegra lyngteg-
unda: Hrís, hálíngresi, bugðupuntur, ilmreyr, hvítmaðra og lág
birkikjörr á stangli.
Fjallagróður.
Eins og áður er á minnst, er ekki hér um eiginlegan fjallagróður
að ræða á eða í ijöllum þeim, sem rísa næst sveitinni. Þau 2 fjöll,
er ég tók til athugunar, voru Valþjófsstaðafjall og Sandfell (525 m
hátt). Á Valþjófsstaðafjalli er mjög veðurnæmt, og á gróður erfitt
með að ná þar fótfestu, enda þótt fjallið sé ekki nerna 369 m. hátt.
Aðeins 10 eftirtaldar tegundir voru finnanlegar á tindi fjallsins:
Augnfró, axhæra, blásveifgras, blóðberg, hvítmaðra, lambagras,
krækilyng, melanóra, músareyra og vetrarblóm. Ofarlega í fjallinu
mót vestri uxu holurt, melskriðnablóm og snækrækill.
Sandfell er aftur á móti gróður auðugra, enda betur í sveit sett.
Frá tindi fjallsins hef ég skrásettar 46 tegundir á hlutfallslega litlu
svæði, og er meiri hluti þeirra algengar móaplöntur.
Skógurinn.
Eins og áður er að vikið, er birkikjarrið mjög áberandi gróður-
lendi í Öxarfirði; mest þó á svæðinu frá Ærlæk og allangt suður
fyrir jökulsárbrú. Stærstu skógarsvæðin eru: (Smjörhóls)fellsskógur,
Lundsskógur, Skinnastaðaskógur og Skógarhæðir.
Smjörhólsfell er 200 m há hæðarbunga með ávölum hlíðum að
austan, norðan og vestan, og eru ldíðar þessar alvaxnar skógi. Skógur
þessi er ófriðaður, og þá sömu sögu má segja um önnur skógarsvæði
sveitarinnar. Hafa því víða verið höggvin í hann rjóður, því að birki
er hér óspart notað til eldsneytis. Hæsta tréð, er ég mældi í Smjör-
hólsfelli, reyndist að vera 4,7 m á hæð, og stofnsummál 28 cm í
35 cm hæð frá jörðu. En fegursta tréð var 4 m á hæð með 44 cm
stofngildleika neðst, einkar vel vaxið, einstofna tré.
Skinnastaðaskógur er víða ekki hærri en 2—4 m og mjög þéttur,
svo að jafnvel óþægilegt er að komast í gegnum liann á mörgum
stöðurn. Vantar hér sýnilega ræktarsemi við þenna víðlenda kjarr-
skóg, svo að hann nái fyllri vexti. Innan um birkið eru víða vænir
gulvíðibuskar.
Hávaxnasta birkikjarrið mun vera á Skógarhæðum í suður frá