Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 40
134
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
part af eðlilegri eyðslu. Eggjahvítuefni vöðvanna hafa að geyma um
þriðja part af öllum ildisforða líkamans, og hin mikla æðaflækja,
retia mirabilia, verkar senr slagæða og blóðæða aukaleiðsla, svo að
blóðið fer ekki út í vöðvana þegar kafað er. Þá er og ildismagn það,
sem tekið er úr loftinu við öndunma, óvenjulega nrikið, og kafar-
anum berst stöðugur straumur lofts til öndunar meðan á köfun
stendur.
Við kafanirnar taka hvalirnir hins vegar aðeins með sér loft
það, sem þeir hafa í lungum og uppleyst er í vefjunum. I miklu
dýpi leggur og vatnsþrýstingurinn lungu hvalanna saman að
nrestu; í 100 metra dýpi er samþjöppunin svo mikil, að lungna-
lrríslurnar, sem loftsupptakan fer fram í, leggjast alveg saman, og
allt loft er komið út í sterkbyggð lungnagöngin, barka og nasaholur,
en þar á sér enginn loftsupptaka stað. Hvalirnir geta því komið
skjótt upp á yfirborðið, án þess að verða fyrir þjánirigum af lofti,
er orsakar blóðstífiu.
Frá alda öðli liafa menn hagnýtt sér hvalina, eins og sjá má af
beinafundum í fornum öskuhaugum og húsarústum. Eins bendir
merking orðsins hvalreki til þess, hve mikið happ Jrað 'hefir verið,
er hvali rak á land. Framan af var mest sótzt eftir kjötinu, en í marg-
ar aldir undanfarið hefir aðalverðmæti hvalanna verið fólgið í spik-
inu, sem bræða má úr lýsi.
Er menn lærðu að smíða sjófæra báta, lærðist Jjeim að reka hval-
ina á land, í stað þess að eiga það undir tilviljun komið, hvort þeir
hlypu á land. Þessi frumstæða veiðiaðferð er enn við líði í Fær-
eyjum og á Fljaltlandi; þar eru árlega nokkur hundruð grindahvala
(marsvína) rekin á land, og lögð að velli, kjötið Jmrrkað eða saltað,
en spikið brætt í lýsi.
Á miðöldum stunduðu Baskar mjög arðsaman útveg með því að
veiða hinn hægfara og strandsækna atlants-sléttbak, með þeim
árangri, að Jreir útrýmdu honum við strendur sínar. Baskarnir ráku
livalina ekki á land, en veiddu þá með skutlum með snúru í, sem
fest var við veiðiskipin. Þreyttu þeir síðan hvalina, þangað til þeir
gátu lagt í þá með lensu og drepið þá, og síðan voru þeir dregnir til
lands og skornir.
Þegar nærtæka veiðin rýrnaði vegna rányrkju og ofveiði, bjuggu
Baskar út veiðiskip, sem farið gátu í langaf veiðiferðir. Við það
færðust bækistöðvarnar frá landi til skips, en veiðarnar voru eftir
sem áður stundaðar á litlum bátum, sem rennt var niður frá móður-
skipinu. Áður en leið á löngu, voru sléttbakarnir orðnir svo sjald-
gæfir við tempruðu strendur Evrópu, að langar sjóferðir norður á