Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 141 bókina hér í dálkum Náttúrufræðingsins, er fyrst og fremts sú, hve mikinn fróðleik hún lieí'ir að geyma. í stuttu máli er þess þó enginn kostur, að gera efni bókarinnar nein veruleg skil; ég kann eigi öðr- um að .selja betra ráð en það, að kynna sér hinn margvíslega fróð- leik, sem Vöruhandbókin ber á borð fyrir íslenzka lesendur og í fyrsta skipti birtist þeim á prenti. Þarna gelur að lesa um alidýr, afbrigði þeirra og nytjar, um nytjajurtir allra mögulegra tegunda, hér eru með öðrum orðum bornir á borð veigamiklir kaflar úr dýra- ifræði og jurtafræði, þótt einkum sé lögð áherzla á hagnýtu hlið málsins, eins og luin veit að kaupsýslumanninum og framvörðum laga og réttar. Það sama er að segja um þriðju megingrein náttúruvís- indanna í þrengri skilningi jarð- og steinafræðinnar. Trúað gæti ég því, að mörgum fróðleiksfúsum manni þætti gaman að leita til bók- arinnar til fróðleiks um ýmsa þá muni, senr hann þekkir mæta vel úr daglega lífinu, eða af afspurn, en fær eigi annars staðar kynnst af íslenzkri lýsingu. Hvað er til dæmis; Hunang, Arnbra, Moskus, Negull, Oplátur, Tjana, Jarðvax eða Bik? Hver af þessum efnum eru sótt beint í skaut náttúrunnar, og liver eru gerð af manna- höndum? Hvar fást þau? Hvernig eru þau gerð? Hvernig má þekkja þau? Og að hvaða notum verða þau okkur? Hundruðum, ef ekki þúsundum, af slíkum fyrirspurnum svanar þessi bók. Þá mega sumir kaflarnir teljast allveigamiklar ritgjörðir, eins og t. d. kaflinn um korntegundir heimsins, og kaflinn um áfenga drykki. Efniviður bók- arinnar er yfirleitt svo umfangsmikill, að hann gæti vel orðið uppi- staðan í fjöldan allan af smáritum unr hin margvíslegustu efni, al- menningi til fróðleiks og skemmtunar. Tollskráin, senr gefin var út 1940, greinist í 87 kafla; eru 27 þeirra teknir til meðferðar í þessu bindi Vöruhandbókarinnar, en í öðru bindinu, senr áætlað er að geti komið út á þessu ári, verður fjallað um kaflana, sem eru númer 28 til 35 í tollskránni. í lokabindi verksins, sem væntanlegt er á næsta ári, verður lýst vörutegundum, sem taldar eru í 36. til 87. kafla tollskrárinnar. í ráði er, að út verði gefin Vöruskrá um það leyti, sem verkinu verður lokið. Ég get ekki betur séð, en Vöruhandbókin sé höfundi sínum til Iiins mesta sóma. í liana hefir verið lagt brautryðjandastarf, sem að mörgu leyti hefir hlotið að vera allerfitt. Að vísu er efniviður- inn alþjóðaeign, og svipaðar handbækur eru að sjálfsögðu til hjá öðrum menningðarþjóðum, en það sama mætti segja um nær því allt annað, sem ritað er á íslenzka tungu, nema þá helzt hreinrækt- aðar vísindalegar ritgjörðir. En hvað sem því líður, þá er hér að ræða um glæsilega nýsmíð á okkar máli.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.