Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1946, Page 48
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Að lokum vildi ég beina ,því til ritstjóra Náttúrufræðingsins, að liann léti valda kaifla úr Vöruliandbókinni birtast í ritinu í samráði við höfund bókarinnar og með leyfi hans. Hitt og þetta Flug leðurblökunnar Enda þótt fáir íslendingar hafi séð leðurblöku, vita þó flestir hér á landi nokkur deili á þeim. Lifnaðarhættir þeirra eru mjög einkennilegir. Þær fljúga fjaðralausar, og helzt í myrkri, en án þess að reka sig á. Mönnum hefir lengi verið það ráðgáta, með hvaða móti það gæti orðið. Hafa sumir viijað álíta, að þær væru gæddar sérstaklega næmri sjón, sem gerði þeim kleift að sjá við mjög litla birtu, en svo mun það þó ekki vera, því að tilraunir hafa leitt í ljós, að leðurblökurnar fljúga jafn öruggt í algerðu myrkri. í kringum árið 1920 kom fyrst fram sú hugmynd, að leðurblök- urnar væru útbúnar með einhvers konar hljóðöldumiðunartækjum, sem þær stjórnuðu flugi sínu með, og nýverið hefir fengist staðfest- ing á þessu. Eru leðurblökurnar gæddar hinum fullkomnasta út- búnaði til blindflugs. Stundum kemst ólag á útbúnaðinn, t. d. ef leðurblakan kvefast, en það vill oft lienda þær, séu Jrær hafðar í búr- um. Einnig hættir útbúnaðurinn að koma að notum, ef troðið er í eyru leðurblakanna. Samkvæmt nýloknum rannsóknum senda leðurblökur frá sér fjór- ar tegundir hljóðbylgja á fluginu og endranær. 1) Suð, sem hefir tíðnina 12—60 sveiflur á sekúndu. 2) Tón af tíðninni 7000 sveiflur á sek.; stendur hann venjulega yfir í um fjórða part úr sek. Senni- lega gera leðurblökurnar sig skiljanlegar sín á milli með honum. 3) Hátíðnistón, sem vanalegast lrefir tíðnina 40—50000 sveiflur á sek., en stundum fer tíðnin niður í 30000 sveiflur, og stundum kemst hún upp í 70000 sveiflur. Rokur af þessum tón, sem vara um einn þúsundasta part úr sek., eru sendar tultugu til þrjátíu á sek. Haldi leðurblakan kyrru fyrir, verða rokurnar aðeins 5—10 á sek., en sé hindrun skammt framundan, verða þær allt að 60 á sek. 4) Smell, sem að líkindum er ein hátíðnistóns roka. Menn greinir á um, með hverju leðurblökurnar framleiði tónana, með nösum eða munni. Trýnin á mörgum leðurblökutegundum eru þannig gerð, að þau eru vel til þess fallin, að stefnugeisla hátíðnistónum í þá átt,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.