Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1G3 eru allmargir yngri garðar. í skrautgörðum á Búðum og einnig í kirkjugarðinum vex talsvert al geitakáli (Aegopodium podagraria) og virðist una prýðilega hag sýnum. Geitakálið vex einnig á Gests- stöðum, Kolfreyjustað o. fl. bæjum og var alls staðar í blómi. Geita- kál er algengt á Norðurlöndum, en hefur ekki fundizt hér utan Fá- skrúðsfjarðar, svo að mér sé kunnugt um. Mun það sennilega ílend- ast, og bætist: þá nýr borgari í gróðurríki landsins. Umfeðmingur, báldursbrá og grœðisura vaxa lítillega á Búðum. en eru sjaldgæf á þessum stöðum. Broddkrœkill (Sagina subulata) vex á Kolfreyjustað og kirtilfrœhyrna (Cerastium Edmondstonii) í Tungu. Við Kirkjuból eru fallegar brekkur, bláar af blákollu, þrenn- ingarfjólu og gleymmérei. Utan við kaupstaðinn eru hrjóstrugar Iiæðir. Á Kappeyri vex melasól í sandbrekkum við sjóinn. Nálægt Brimnesi er Árhöfn og Árhafnargil. Þar eru sjávarhamrar úr grænu grjóti, mjög einkennilegu. Sams konar grjót er einnig í Árhafnargili. Þetta er einhvers konar molaberg, sennilega líparít- kennt. Grænt grjót er einnig í giljum á Tungudal. Kváðu útlend- ingar liafa haft hug á að hagnýta sér græna grjótið í Árhöfn á árunum fyrir stríðið. Sjávarfiljungur (Puccinellia maritima) vex allvíða við sjóinn t. d. við fjarðarbotninn og á Skálavíkurtanga. Þar á tanganum vaxa líka lágarfi (Stellaria Jiumifusa), skarfakál, engjavöndur, bjúgstör og Iieig- ulstör. Við Svartagil milli Skálavíkur og Kolfreyjustaðar eru brattar brekkur undir klettum víða vaxnar þursaskeggi. Þar er talsvert af blákollu, gleymmérei, blágresi og bláklukku. Bláklukka er hér al- geng í flestum gróðurlendum. Ofan til í brekkunum taka við blá- berja. og aðalbláberjalyng, krækilyng og holtasóley. Geithvönn vex víða um brekkurnar og ögn af firnungi á blettum. Önnur algeng grös eru vinglar, língresi og lógresi, en alls eru um 50 tegundir, sem allmikið ber á í brekkunum. ígulstör (Carex echinata) vex hér og hvar í giljum. í kirkjugarðinum á Kolfreyjustað eru óvenju þroskalegir regn- fangsbrúskar, sem vaxa þarna prýðilega innan um grasið. Mun regn- fangið vera ein hin harðgerðasta erlend skrautjurt, sem ræktuð er hér á landi. Slæðingar eru nokkrir í nýræktartúnum, t. d. háliðagras, vallar- foxgras, vallarrýgresi, axhnoðápuntur og rauðsmári, en naumast munu þeir orðnir þar ílendir. íslen/.k grös útrýma þeim smám sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.