Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 5
MÓBERGSMYNDUN 1 LANDBROTI
115
háttar myndanir.1) Þær eru kunnar hverjum íslendingi og því
ástæðulaust að fjölyrða um þær hér.
Því fer fjarri, að allt Landbrotshraunið sé gjall. Mikið er þar líka af
venjulegu basalti, bæði innan um sjálft gjallið í hólunum og á víð og
dreif í hraunröndinni. Hinir svokölluðu hálsar eru úr venjulegu bas-
alti, t.d. Ásgarðshálsar, Norðurháls, Víkurháls, Uppsalaháls o.fl. Þessir
hálsar eru tangar, sem ganga út frá aðalhrauninu. Sama er að segja
um Heimsendasker norðan Skaftár hjá Ásgarðshálsum. Sunnan og
suðvestan til er hið venjulega basalt yfirgnæfandi, og t. d. kringum
og sunnan við Arnardrang er um alveg venjulegt basalthraun að ræða.
Basaltið í Landbrotshrauninu er þétt og fínkornótt. Plagioklaskrist-
allamir í því eru mestmegnis aðeins 0,1—0,4 mm á lengd og þaðan
af minni. Einstaka stærri plagioklaskristallar koma þó fyrir á víð
og dreif. Hinir stærstu þeirra eru 1—1,5 mm. Pyroxenkristallarnir
eru einnig af tveim mismunandi stærðarflokkum. Oftast eru þeir ör-
smáir eða aðeins 0,01—0,02 mm í þvermál, en líka er allmikið af
reglulegum kristöllum, sem eru 0,2—0,9 mm í þvermál. Ólivin kem-
ur fyrir í smákristöllum 0,05—0,1 mm í þvermál. Auk þess er all-
mikið af seguljárni í hrauninu. Þetta hraun er því auðþekkt frá
hrauninu, sem runnið hefur úr Hálsagígum, en í því er mikið af
stórum kristöllum. (Plagioklas 1,1—2,14 mm, Pyroxen 0,4—0,9 mm,
Ólivin 0,1—0,56 mm).
Á síðari árum hefur akvegur verið lagður suður eftir Landbroti.
Sá vegur er nú fullger nokkuð suður fyrir Grenlæk. Ofaníburður í
veginn hefur verið tekinn úr hólunum, sem eins og áður er getið,
eru mestmegnis úr hraungjalli. Frá almennu sjónarmiði séð eru
þessar gjallnámur naumast til prýði. Hins vegar gefa þær innsýn i
hólana, svo að hægt er að skoða byggingu þeirra nánar, og er það
harla fróðlegt.
Sumarið 1950 dvaldi ég nokkra daga í lok júnímánaðar á æsku-
heimili mínu, Kársstöðum í Landbroti. Einn þessara daga átti ég ferð
suður að Þykkvabæ. 1 þeirri ferð veitti ég athygli nokkrum stein-
um, sem lágu utan við veginn rétt vestur af Syðri-Vík. Þeim hafði
auðsjáanlega verið fleygt úr ofaníburðinum vegna þess, hve stórir
og óþjálir þeir voru. Þessir steinar minntu mig svo mjög á móberg,
að ég ákvað að athuga málið nánar. Það tókst fljótlega að finna hól-
inn, sem þessir steinar voru komnir úr. Það sýndi sig vera Flaghóll,
1) Laxárgljúfur and Laxárhraun, Geogr. Annaler, Stockholm 1951.