Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 6
116 NÁTT0RUFRÆÐINGURINN en hann er þar, sem vegurinn heim aS Hátúnum liggur út frá aðal- veginum. Nafnið Flaghóll er sennilega réttara nú en nokkru sinni áður í sögu þessa hóls, því að hann er bókstaflega eitt flag, og hefur koll- urinn algerlega verið fleginn af lionum. Sá hluti Jiólsins, sem nú ber hæst, er úr allþéttri bergsteypu, sem jarðýturnar liafa ekki unn- ið á (2. mynd). Að þvi er bezt verður séð, myndar þetta berg ekki ýkja þykkt lag í hólnum, en undir því virðist gjallið aftur taka við. Bersýnilega voru steinarnir, sem áður getur, úr þessu fasta lagi. Bergsteypan er óreglulega lagskipt (2. mynd) og brúnrauð að lit. f henni er mesti aragrúi af basaltmolum af mismunandi stærð. Ekki verður með vissu greint með ljerum augum, hvað það er> sem heldur þessu saman og gerir bergið að fastri steypu. Þess vegna tók ég með mér nokkra mola af þessu og hef látið gera þunnsneiðar af því og atliugað þær í smásjá. Þær athuganir liafa leitt i Ijós, að bergsteypa þessi er að miklu leyti úr brúnleitu gleri, sem án nokkurs efa er sideromelan, en það 2. mynd. Móbergslag í Flaghól. — Tuff-layer in the hillock Flaghóll. Ljósm. Jón Jónsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.