Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 15
ISLENZKIR FUGLAR IX
125
1. mynd. Varpheinikynni skúmsins á íslandi. — The breeding distribution of the
Great Skua in Iceland.
1 Rangárvíillasýslu er mun meira un; «kúm. Talið er, að á sand-
inum milli ósa Þjórsár og Hólsár verpi nú um 120—150 skúmapör,
en hins vegar er ekki vitað til, að skúmur verpi nú á sandinum
milli ósa Hólsár og Affalls, enda þótt örnefni á þessu svæði, svo sem
Skúmsstaðir (og Skúmsstaðavatn), gætu bent til Jiess, að skúmur
hafi áður orpið þar. Austan til á sandinum milli ósa Affalls og Mark-
arfljóts er nokkurt skúmsvarp á sandleirunum suður af Bakka, og
einnig eitthvað vestur á móts við önundarstaði. Mér hefur ekki
tekizt að afla upplýsinga um Jiað, hvort skúmur verpi á sandinum
austan við Markarfljótsós, en hins vegar er nokkurt skúmsvarp á
Markarfljóts- og Þveráraurum, Jiegar ofar dregur, allt inn á móts
við Fljótsdal í Fljótshlíð. Hvergi á þessu svæði er þó mikið um skúm.
Loks er nokkurt skúmsvarp á Skógasandi undir Eyjafjöllum (50
-—100 pör).
1 Vestur-Skaftafellssýslu verpur nokkuð af skúm á Sólheimasandi
og lítils háttar einnig skammt ofan við fjöruna á svæðinu milli Hús-
ár og Klifanda i Mýrdal. Þá er og allmikið skúmsvarp á Mýrdals-
sandi, einkum neðan til á sandinum, allt frá Hjörleifshöfða og aust-