Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 16
126 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ur undir Kúðafljót. Meðfram Kúðafljóti að vestan er varpið mest suður af Mýrum, en einnig er varp á eyrum í fljótinu sjálfu, svo sem í svonefndum Körtum suður af Söndum og ef til vill víðar. Talið er, að skúmur verpi ekki á Meðallandssandi austan Kúðafljóts, l'yrr en kemur austur á svonefnda Sjávarmela og í Fljótafit við Eldvatn, en á báðum þessum stöðum er dálítið skúmsvarp. Á sandinum milli Eldvatns og Skaftáróss verpa 5—10 skúmapör, og í Máfabót austan Skaftáróss verpur einnig eitthvað af skúm og ef til vill einnig á sandinum milli Veiðióss og Hvalsíkis. Þá tekur við Skeiðarársandur, en á honum vestanverðum eru takmörkin milli V,- og A.-Skafta- fellssýslu. Á Skeiðarársandi eru mestu varpstöðvar skúmsins hér á iandi, enda er hér um geysivíðáttumikið landflæmi að ræða (1000 km2). Að vísu verpur skúmurinn ekki jafnþétt um allan sandinn. Mest er af honum neðan til á sandinum, nokkru ofan við fjörurnar, en miklu minna ofan til á sandinum, enda þótt slæðingur af skúm verpi alveg upp undir jökul og jafnvel upp á móts við Skaftafell í öræfum. Á vestanverðum sandinum er skúmsvarpið einna þéttast á Kálfafellsmelum austan við Nýjaós og á Rauðabergsmelum báð- um megin við Rauðabergsós. Með tilliti til upplýsinga þeirra, er ég hef fengið hjá kunnugum mönnum um skúmsvarpið á Skeiðarár- sandi, ætla ég, að á sandinum verpi alls 3000 skúmapör eða 3 pör að meðaltali á hverjum ferkílómetra. En eins og áður hefur verið tekið fram, er langt frá því, að skúmurinn sé jafndreifður um sand- inn. Sums staðar eru allþéttar byggðir, en annars staðar er skúm- urinn mjög strjáll. 1 Öræfum austan Skeiðarársands verpur slæð- ingur af skúm á aurum austan við Hnappavelli. Síðan tekur við Breiðamerkursandur, en þar er annað mesta varpsvæði skúmsins liér á landi. Áætla ég, að þar verpi alls 1500 pör. Varpið á Breiðamerkur- sandi nær frá Vestari Kviá í öræfum alla leið austur á móts við Breiðabólsstað í Suðursveit. Þéttast er varpið á svonefndum Ný- græðum vestan við Jökulsá, en allþétt varp er einnig vestan við Breiðabólsstaðarlón í Suðursveit. Á Steinasandi í Suðursveit hafa skúmar fundizt verpandi, en aðeins örfá pör. Hins vegar veit ég ekki til, að skúmar verpi austar í Suðursveit eða í Mýrahreppi vest- an Hornafjarðar, en það skal þó tekið fram, að heimildir mínar um þetta svæði eru af mjög skornum skammti. Aftur á móti er nokk- urt skúmsvarp á ósasvæði Hornafjarðarfljóts, og sömuleiðis verpur slæðingur af skúm á Suðurfjörum og Austurfjönmi sunnan Horna- fjarðar og Hamarsfjarðar. Þá er loks nokkurt skúmsvarp á ósasvæði

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.