Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 35
FLÓRA GRlMSEYJAR 143 að gróðri en Hrísey, og að sumu leyti skyldari Æðey. Þá vil ég aðeins benda á, hvernig Æðey og Vestmannaeyjar skera sig úr öll- um eyjahópnum með lágt hlutfall arktískra plantna og hátt hlutfall einærra plantna, en þær tölur eru harla jafnar í hinum eyjunum öllum. Virðast þar koma greinilega í ljós áhrifin frá heita sjónum. Síðar mun ég ef til vill gera nánari grein fyrir þessum hlutum, er ég hefi unnið úr athugunum mínum á gróðri Papeyjar. 1 stuttu máli má segja þetta um flóru Grímseyjar: Flóran er fá- skrúðug. Runnplöntur eru fáar og þeirra gætir lítt eða alls ekki í gróðursvip eyjarinnar. Hins vegar er svo margt um þófaplöntur, að sameiginlegt hlutfall runn- og þófaplantna er tiltölulega hátt. Hlut- föll svarð- og jarðplantna eru tiltölulega há, einkum hinna fyrr- nefndu, en vatna- og einærra plantna mjög lág. Hlutfall arktískra plantna er hátt. Vart verður greinilegs skyldleika í þessu efni við þær eyjar aðrar, sem flórulistar eru kunnir úr, í kalda sjónum við HEIMILDARRIT: Baldur Johnsen: Gróðurriki Vestmannaeyja, Náttúrufræðingurinn XI. Rvík 1941. Ingimar Óskarsson: The Vegetation of the islet Hrísey in Eyjafjörður North Ice- land. Vísindafél. Islendinga VIII. Rvík 1930. Jones, E. W.: The Vegetation of the Grímsey, Iceland. Journal of Ecology Vol. XXV. Cambridge 1937. Ólafur Davíðsson: Grímseyjarför. Gamanbréf til Stefáns Stefánssonar. Lesbók Morg- unblaðsins XVI. árg. Rvik 1941. Stefán Stefánsson: Flóra íslands, 3. útg. Akureyri 1948. Steindór Steindórsson: Lýsing Eyjafjarðar. Akureyri 1949. — The Vegetation and Flora of Æðey in ísafjaraðrdjúp North-West Iceland. Greinar Vísindafél. íslendinga II. 1. Rvik 1942. Þorvaldur Thoroddsen: Et Besög paa Grimsö. Geografisk Tidsskr. XVI. B. Köben- havn 1902. — Ferðabók, I. bindi. Kaupmannahöfn 1913. Grein Steindórs Steindórssonar fylgdi alllangur flórulisti, sem nú er i vörzlu Náttúrugripasafnsins í Reykjavík. Því miður sér Náttúrufræðingurinn sér ekki fært að birta langa flórulista, og hefur það orðið að samkomulagi, að Náttúrugripa- safnið í Reykjavík taki slika lista í sina vörzlu, en að sjálfsögðu telur Náttúru- fiæðingurinn sér skylt að geta allra markverðra nýjunga, sem höfundarnir óska að koma á framfæri. Ritstj.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.