Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 7
Náttúrufr. - 27. árgangur - 1. hefti - 1.-48. siða - Reykjavik, april 1957 Þórunn Þórðardóttir: Um plöntusvifið í sjónum Hér á landi virðist vera almennur áhugi á dýralífi sjávarins, enda ekki óeðlilegt, þar sem hagur þjóðarinnar byggist öðru fremur á því, sem fæst úr sjónum. Allir vita eitthvað um síldina og hvalinn, þorskinn og ýsuna og jafnvel botndýrin. Ekki er það alveg eins víst, að fólk hafi jafn mikla hugmynd um plöntugróðurinn, er lifir í sjónum. Þó er lík- legt, að botngróðurinn, sem vex meðfram ströndum landsins, hafi dregið að sér nokkra athygli, bæði vegna þess, að hann er svo auð- sær, þegar fjara er, og eins sökum þess, að hann gegnir áþreifanlegu hlutverki í sögu þjóðarinnar. Þegar beitarnar hafa brugðizt, hefur verið gott að hverfa til þangsins og þarans sem fóðurs. Þá þýðingu, sem botngróðurinn við strendur landsins hefur haft og gæti haft til beinna afnota fyrir landsbúa, skulum við ekki ræða hér, held- ur líta á hann sem gróðurinn í hinu lífræna samhengi sjávarins. Eins og á landi, byggist allt dýralífið í sjónum á hæfni plantnanna til þess að vinna með hjálp sólarljóssins lífræn kolvetnissambönd úr ólífrænum efnasamböndum. Jafnt lægstu sem æðstu dýr sjáv- arins eru háð þessari starfsemi plantnanna. Hinn sjáanlegi gróður sjávarins, botngróðurinn, getur aðeins vaxið á takmörkuðu svæði út frá ströndum fastlendisins. Þegar komið er niður á 50—60 m dýpi á norðlægum og suðlægum hnatt- svæðum og 100—200 m dýpi á miðbaug, verður birtan of lítil fyrir plönturnar, hin lífsnauðsynlega uppbygging þeirra stöðvast. Við skulum þá athuga hvað það svæði er stórt, sem hinar fastsitjandi plöntur hafa til umráða. Um 70% af yfirborði jarðar er þakið sjó. Af því svæði hefur botngróðurinn aðeins 2% til umráða. Eru þá hin 98% af sjávarfletinum tóm auðn? Það gæti ekki staðist, því að þá væri ekki hægt að skýra hið auðuga dýralíf í sjónum. Hvernig hefur þá náttúran séð fyrir því, að plönturnar geta notað sólar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.