Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 7
Náttúrufr. - 27. árgangur - 1. hefti - 1.-48. siða - Reykjavik, april 1957 Þórunn Þórðardóttir: Um plöntusvifið í sjónum Hér á landi virðist vera almennur áhugi á dýralífi sjávarins, enda ekki óeðlilegt, þar sem hagur þjóðarinnar byggist öðru fremur á því, sem fæst úr sjónum. Allir vita eitthvað um síldina og hvalinn, þorskinn og ýsuna og jafnvel botndýrin. Ekki er það alveg eins víst, að fólk hafi jafn mikla hugmynd um plöntugróðurinn, er lifir í sjónum. Þó er lík- legt, að botngróðurinn, sem vex meðfram ströndum landsins, hafi dregið að sér nokkra athygli, bæði vegna þess, að hann er svo auð- sær, þegar fjara er, og eins sökum þess, að hann gegnir áþreifanlegu hlutverki í sögu þjóðarinnar. Þegar beitarnar hafa brugðizt, hefur verið gott að hverfa til þangsins og þarans sem fóðurs. Þá þýðingu, sem botngróðurinn við strendur landsins hefur haft og gæti haft til beinna afnota fyrir landsbúa, skulum við ekki ræða hér, held- ur líta á hann sem gróðurinn í hinu lífræna samhengi sjávarins. Eins og á landi, byggist allt dýralífið í sjónum á hæfni plantnanna til þess að vinna með hjálp sólarljóssins lífræn kolvetnissambönd úr ólífrænum efnasamböndum. Jafnt lægstu sem æðstu dýr sjáv- arins eru háð þessari starfsemi plantnanna. Hinn sjáanlegi gróður sjávarins, botngróðurinn, getur aðeins vaxið á takmörkuðu svæði út frá ströndum fastlendisins. Þegar komið er niður á 50—60 m dýpi á norðlægum og suðlægum hnatt- svæðum og 100—200 m dýpi á miðbaug, verður birtan of lítil fyrir plönturnar, hin lífsnauðsynlega uppbygging þeirra stöðvast. Við skulum þá athuga hvað það svæði er stórt, sem hinar fastsitjandi plöntur hafa til umráða. Um 70% af yfirborði jarðar er þakið sjó. Af því svæði hefur botngróðurinn aðeins 2% til umráða. Eru þá hin 98% af sjávarfletinum tóm auðn? Það gæti ekki staðist, því að þá væri ekki hægt að skýra hið auðuga dýralíf í sjónum. Hvernig hefur þá náttúran séð fyrir því, að plönturnar geta notað sólar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.