Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ceratíum-ættinni (sjá 2. mynd) er framendinn dreginn út í langt horn, afturhlutinn hefur tvö horn, margvíslega löguð. Hjá Dinop- hycis-ættinni eru listarnir á skorunum þandir út og mynda eins konar blöðkur. Margir skoruþörungar liafa ekki litbera, en lifa á lífrænum efnum eins og dýrin. Þriðji flokkurinn, sem er þýðingarmikill í lífrænni uppbygg- ingu sjávarins, er flokkur kalkþörunga. Eins og hjá hinum tveim- ur flokkunum, er útlit hinna einstöku tegunda mjög breytilegt, en allar hafa þær það sameiginlegt, að utan um frumuna er kalk- skjöldur, margar smáplötur úr kalki, sem mynda um hana eins kon- ar brynju. Auk þess hafa frumurnar eina eða tvær svipur og einn eða tvo brúna litbera (sjá 3. mynd). Aðalútbreiðslusvæði kalkþör- unganna eru úthöfin og þá sérstaklega hin heitari. Þó getur ein- stöku ár orðið svo mikið magn af þeim við strendur Norður-Ev- rópu, að sjórinn verður mjólkurlitaður. Þetta skeði í fyrrasumar við strendur Noregs. Fundust þá um 90 millj. af lítilli tegund, Coc- colithus huxley, í einum lítra af sjó. Af blágrænþörungunum eru fáar tegundir í plöntusvifi sjávarins, og eru hin heitari höf aðalheimkynni þeirra. Til grænþörunganna telst aðeins ein ætt, mér vitanlega, í plöntusvifinu, ættin Halosp- haera. Það eru kúlulaga grænþörungar, sem valdið hafa vísinda- mönnum mikilla heilabrota, vegna hins einkennilega þróunarfer- ils. Bæði græn- og blágrænþörungar eru mjög þýðingarmiklir í plöntusvifi ferskvatna. Sú vísindagrein, sem fæst við rannsóknir á plöntusvifi í sjónum, er ekki gömul. Það var ekki fyrr en farið var að nota smásjána fyrir alvöru við vísindarannsóknir, að hægt var að kynnast þessum smá- sæju lífverum sjávarins. Sá fyrsti, sem notaði smásjána til að rann- saka einfrumungana í sjónum, var danski dýrafræðingurinn Ove Fabritzius Miiller, og lýsti hann skoruþörungnum, Ceratium tripos, 1777. Rannsóknirnar á fyrstu áratugum 19. aldar beindust aðallega í þá átt að nafngreina tegundir plöntusvifsins og flokka þær. Á þessum árum var grundvöllurinn lagður að kerfi kísilþörung- anna, sem fyrst og fremst drógu að sér athygli manna, vegna fegurð- ar og formbreytileik þísilskeljanna. Nokkru síðar, eða á 8. tug aldarinnar birtust frumdrög að kerfi skoruþörunganna. Kerfi kalk- þörunganna, sem varð til um svipað leyti, hefur nú verið tekið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.