Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ceratíum-ættinni (sjá 2. mynd) er framendinn dreginn út í langt horn, afturhlutinn hefur tvö horn, margvíslega löguð. Hjá Dinop- hycis-ættinni eru listarnir á skorunum þandir út og mynda eins konar blöðkur. Margir skoruþörungar liafa ekki litbera, en lifa á lífrænum efnum eins og dýrin. Þriðji flokkurinn, sem er þýðingarmikill í lífrænni uppbygg- ingu sjávarins, er flokkur kalkþörunga. Eins og hjá hinum tveim- ur flokkunum, er útlit hinna einstöku tegunda mjög breytilegt, en allar hafa þær það sameiginlegt, að utan um frumuna er kalk- skjöldur, margar smáplötur úr kalki, sem mynda um hana eins kon- ar brynju. Auk þess hafa frumurnar eina eða tvær svipur og einn eða tvo brúna litbera (sjá 3. mynd). Aðalútbreiðslusvæði kalkþör- unganna eru úthöfin og þá sérstaklega hin heitari. Þó getur ein- stöku ár orðið svo mikið magn af þeim við strendur Norður-Ev- rópu, að sjórinn verður mjólkurlitaður. Þetta skeði í fyrrasumar við strendur Noregs. Fundust þá um 90 millj. af lítilli tegund, Coc- colithus huxley, í einum lítra af sjó. Af blágrænþörungunum eru fáar tegundir í plöntusvifi sjávarins, og eru hin heitari höf aðalheimkynni þeirra. Til grænþörunganna telst aðeins ein ætt, mér vitanlega, í plöntusvifinu, ættin Halosp- haera. Það eru kúlulaga grænþörungar, sem valdið hafa vísinda- mönnum mikilla heilabrota, vegna hins einkennilega þróunarfer- ils. Bæði græn- og blágrænþörungar eru mjög þýðingarmiklir í plöntusvifi ferskvatna. Sú vísindagrein, sem fæst við rannsóknir á plöntusvifi í sjónum, er ekki gömul. Það var ekki fyrr en farið var að nota smásjána fyrir alvöru við vísindarannsóknir, að hægt var að kynnast þessum smá- sæju lífverum sjávarins. Sá fyrsti, sem notaði smásjána til að rann- saka einfrumungana í sjónum, var danski dýrafræðingurinn Ove Fabritzius Miiller, og lýsti hann skoruþörungnum, Ceratium tripos, 1777. Rannsóknirnar á fyrstu áratugum 19. aldar beindust aðallega í þá átt að nafngreina tegundir plöntusvifsins og flokka þær. Á þessum árum var grundvöllurinn lagður að kerfi kísilþörung- anna, sem fyrst og fremst drógu að sér athygli manna, vegna fegurð- ar og formbreytileik þísilskeljanna. Nokkru síðar, eða á 8. tug aldarinnar birtust frumdrög að kerfi skoruþörunganna. Kerfi kalk- þörunganna, sem varð til um svipað leyti, hefur nú verið tekið til

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.