Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 21
ÁSTAND EFNISINS í IBRUM JARBAR 15 í (1) og (2) merkir P eðlisþyngd, k er ósamþjappanleiki (incom- pressibility) efnisins, eða mótstaða þess gegn samþjöppun, og p er festa (rigidity) efnisins eða mótstaða þess gegn kröftum, sem leitast við að breyta lögun þess, án þess að rúmmálið breytist. í vökvum er íestan g mjög lítil, og þá einnig hraði S-bylgja. Á undanförnum áratugum hefur mikil vinna verið lögð í að út- búa töflur, sem sýna þann tíma, sem P- og S-bylgjur eru að berast frá upptökum jarðskjálfta, að stöðum í mismunandi fjarlægð á yfir- borði jarðarinnar. Nákvæmni þeirra tafla, sem beztar eru, er svo mikil, að hægt er að reikna, hver sé hraði bylgjanna á ýmsu dýpi með sæmilegri nákvæmni. Tölurnar, sem birtar eru hér í töflu I eru árangur af rannsókn- um Jeffreys, og grundvöllur undir deilingu jarðarinnar í mörg svæði, svo sem taflan sýnir. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir nákvæmni þeirra talna, sem taflan gefur. Tafla I. Svæði Nafn Dýpi (km) a (km/sek) /3 (km/sek) A Jarðskorpa 0-33 Mjög breytil. Mjög breytil. B Möttull 33-410 8-1- 9-0 4-4—5-0 C 410-1000 i—i 1 o Ó) 5-0—6-4 D1 » 1000-2700 11-4-13-6 6-4—7-3 D2 2700-2900 13-6 7-3 E Ytri kjarni 2900-4980 8-1-10-4 Talinn núll F 4980-5120 10-4- 9-5 Ekki athugað G Innri kjarni 5120-6370 11-2-11-3 Ekki athugað Svæðin A, B, C og D (ásamt D1 og D2) er það, sem nefnt er mött- ull (mantle) jarðarinnar. í svæði A eru hraðar bylgjanna meira breytilegir en í neðri lögum jarðarinnar og er A oft nefnt jarðskorp- an (crust). Þykkt A er 30—35 km undir meginlöndunum (nokkru þykkri undir miklum fjallgörðum), en aðeins 5—10 km. undir meginhluta úthafanna. í svæðunum B og C er bylgjuhraðinn ekki eins vel ákvarðaður og í D, og dýpt markanna milli B, C og D er ekki ákvörðuð með neinni nákvæmni. Einkum eru hraðastiglarnir illa ákvarðaðir. Aug- ljóst er, að einhvers staðar í svæðunum B og C eru hraðastiglarnir hærri, þ. e. hraðaaukning með dýpt meiri en meðaltalið (eða ef til vill snögg hraðaaukning), og sennilegt er, að efnasamsetning sé all- breytileg í þessum hluta jarðarinnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.