Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 21
ÁSTAND EFNISINS í IBRUM JARBAR 15 í (1) og (2) merkir P eðlisþyngd, k er ósamþjappanleiki (incom- pressibility) efnisins, eða mótstaða þess gegn samþjöppun, og p er festa (rigidity) efnisins eða mótstaða þess gegn kröftum, sem leitast við að breyta lögun þess, án þess að rúmmálið breytist. í vökvum er íestan g mjög lítil, og þá einnig hraði S-bylgja. Á undanförnum áratugum hefur mikil vinna verið lögð í að út- búa töflur, sem sýna þann tíma, sem P- og S-bylgjur eru að berast frá upptökum jarðskjálfta, að stöðum í mismunandi fjarlægð á yfir- borði jarðarinnar. Nákvæmni þeirra tafla, sem beztar eru, er svo mikil, að hægt er að reikna, hver sé hraði bylgjanna á ýmsu dýpi með sæmilegri nákvæmni. Tölurnar, sem birtar eru hér í töflu I eru árangur af rannsókn- um Jeffreys, og grundvöllur undir deilingu jarðarinnar í mörg svæði, svo sem taflan sýnir. Hér á eftir verður gerð nokkur grein fyrir nákvæmni þeirra talna, sem taflan gefur. Tafla I. Svæði Nafn Dýpi (km) a (km/sek) /3 (km/sek) A Jarðskorpa 0-33 Mjög breytil. Mjög breytil. B Möttull 33-410 8-1- 9-0 4-4—5-0 C 410-1000 i—i 1 o Ó) 5-0—6-4 D1 » 1000-2700 11-4-13-6 6-4—7-3 D2 2700-2900 13-6 7-3 E Ytri kjarni 2900-4980 8-1-10-4 Talinn núll F 4980-5120 10-4- 9-5 Ekki athugað G Innri kjarni 5120-6370 11-2-11-3 Ekki athugað Svæðin A, B, C og D (ásamt D1 og D2) er það, sem nefnt er mött- ull (mantle) jarðarinnar. í svæði A eru hraðar bylgjanna meira breytilegir en í neðri lögum jarðarinnar og er A oft nefnt jarðskorp- an (crust). Þykkt A er 30—35 km undir meginlöndunum (nokkru þykkri undir miklum fjallgörðum), en aðeins 5—10 km. undir meginhluta úthafanna. í svæðunum B og C er bylgjuhraðinn ekki eins vel ákvarðaður og í D, og dýpt markanna milli B, C og D er ekki ákvörðuð með neinni nákvæmni. Einkum eru hraðastiglarnir illa ákvarðaðir. Aug- ljóst er, að einhvers staðar í svæðunum B og C eru hraðastiglarnir hærri, þ. e. hraðaaukning með dýpt meiri en meðaltalið (eða ef til vill snögg hraðaaukning), og sennilegt er, að efnasamsetning sé all- breytileg í þessum hluta jarðarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.