Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 3
Náttúrufrœðingurinn • 47 (2), 1977 • Dls. 65—128 • Reykjavik, desember 1977 r Arni Einarsson: íslenskir landkuðungar Inngangur Islenskum landsniglum hafa enn verið gerð fremur lítil skil. Sú er og raunin um flesta íslenska landhrygg- leysingja. Ýmsir hafa þó orðið til að safna land- og ferskvatnskuðungum hér á landi, bæði sérfræðingar og leikmenn. Eina samantektin, sem gerð hefur verið, er eftir G. Mandahl- Barth (1938) í ritsafninu The Zoo- logy of Iceland. Að öðru leyti liafa aðeins birst niðurstöður svæðisbund- inna athugana, s. s. rannsókna Carls Lindroths í Skaftafelli (Lindroth, 1965) og rannsókna Lindroths og fleiri (1973) á dýralífi á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum í tengslum við rannsóknir á landnámi dýra í Surts- ey. í grein þessari er ljallað um ís- lenska landsnigla með skel og birtur greiningarlykill yfir þekktar tegundir hérlendis. Nöktum landsniglum og sniglum í ferskvatni er sleppt að mestu. Greiningarlykillinn er þannig úr garði gerður, að unnt á að vera að greina tegundirnar sundur á kuð- ungnum einum. Flokkun snigla Sniglar (Gastropoda) eru einn af flokkum lindýrafylkingarinnar (Mol- lusca). Þeim er skipt niður í þrjá undirflokka, sem nefndir eru eftir legu og gerð öndunarfæra. Þessir undirflokkar eru: fortálknar (Proso- branchia), baktálknar (Opisthobran- chia) og lungnasniglar (Pulmonata). For- og baktálknar anda með tálkn- um eins og nöfnin segja til um. Tálkn- in eru í svokölluðu möttulholi, fyrir framan hjartað í fortálknum en fyrir aftan ]tað í baktálknum. Afstaða þess- ara líffæra endurspeglar mismunandi þróunarleiðir undirflokkanna. Lungnasniglarnir hafa lagt niður tálknin. Þess í stað hefur möttulhol- ið hægra megin myndað eins konar lunga. Lungað hefur gert þeim kleift að nerna þurrlendið. Allir baktálknar lifa í sjó. Lang- ílestir fortálknar lifa einnig í sjó, en allmargar tegundir þeirra eru í fersku vatni og á landi, þó ekki hérlendis. Lungnasniglarnir eru fyrst og fremst landdýr. Sumir hverjir hafa þó að- lagast ferskvatnslífi. Lungað tekur þá Náttúrufræðingurinn, 47 (2), 1977 65

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.