Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 12
mynstrinu (3. rnynd). Hún virðist vera algengust í innsveitum norðán- lands og fylgir því allvel hinu tiltölu- lega landræna loftslagi, sem þar er (hafrænutölur milli 30 og 50). Úr- koma á þessu svæði er um eða undir 500 mm og liitasveifla alls staðar meiri en 12°. Fjöldi vor- og haustdaga er um 100. Þær tegundir, sem eftir eru, eru öllu erfiðari viðfangs. Vertigo modesta arctica er algengust á Norðurlandi og virðist forðast hafrænuna að nokkru leyti (II. mynd). Að frátöldum stofni í Ölpunum er hann hér á suðurmörk- um útbreiðslusvæðis síns í Evrópu. Lyngbobbinn, Arianta arbustorum, hefur mjög sérkennilega útbreiðslu, sem varla verður skýrð á viðunandi hátt (4. mynd). Austfjarðaútbreiðsla þekkist meðal nokkurra háplantna, svo sem gullsteinbrjóts (Saxifraga aizoides), maríuvattar (Alchemilla faeroensis), sjöstjörnu (Trientalis europaea) og bláklukku (Campanula rotundifolia). Þetta útbreiðslumynst- ur fellur ekki vel að neinu ákveðnu loftslagssvæði. Varla er von til að skýring fáist á útbreiðslu lyngbobb- ans fyrr en eftir að lífshættir hans hér hafa verið kannaðir frekar. Langbobbinn, Balea perversa, hef- ur skrýtnasta útbreiðslu allra land- kuðunganna (5. mynd). Eina háplant- an, sem hefur svipaða útbreiðslu, er klettaburkninn (Aspienium viride). Bjöllutegund ein, tröllasmiður (Cara- bus problematicus), hefur aðeins fundist í Hornafirði og er úlbreiðsla hans álíka mikil ráðgáta og útbreiðsla langbobbans. Bjallan og bobbinn finnast raunar sarnan á einum stað (Dynjandi). Báðar eru eindregnar lág- lendistegundir og því ósennilegt að um leifategundir (relict) frá ísöld sé að ræða. Aðflutningur, t. d. með mönnurn eða farfuglum, er hér talin sennilegri skýring. Langbobbinn er útbreiddur í V.-Evrópu frá Miðjarð- arhafi til 68° N í Noregi og austur til Póllands. Hann finnst einnig á Bretlandseyjum. 12. mynd. A) Lymnaea truncatula (Miill.), tjarnabobbi. B) Lymnaea peregra (Miill.), vatnabobbi. C) Succinea pfeifferi Rossm., mýrabobbi. 74

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.