Náttúrufræðingurinn - 1977, Page 34
ar í skjólsælum fjörum í firðinum,
en árósategundir koma inn, t. d. Ner-
cis diversicolor, Gammarus zaddaclii
og Gammarus duebenii. Á stöð 16 á
norðanverðri Heimaey í Hvallátrum
fundust alls 28 tegundir. Þar er fjöl-
breytt kletta- og malarfjara, allbrima-
söm og hafræn. Fundust hér tegundir
sem lifa neðan fjörumarka auk þeirra
sem algengastar voru í fjöru Breiða-
fjarðar yfirleitt (Dexamine thea, Eu-
pagurus bernhardus, Hyas spp.). Auk
jjess var sandurinn nokkuð tegunda-
auðugur og fundust þar ásamt algeng-
ustu burstaormum t. d. Travisia jor-
besi. Á stöð 35, sem er leirkennd sand-
fjara vestan við kaupstaðinn í Grund-
arfirði, var tegundaauðgi mikil mið-
að við aðrar fjörur. Alls fundust 32
tegundir í og á leirunni. Ýmsar bursta-
ormategundir fundust þar en ekki
annars staðar, eins og Scolelepis gir-
ardi og Arnmolrypane aulogaster.
Sarna er að segja um samlokur og
krabbadýr. í leirunni fundust t. d.
Cardium edule, Macoma calcarea,
Mya Iruncala, Anonyx nugax og
Pseudalibrolus littoralis.
Ofangreindar stöðvar skáru sig mest
úr hvað tegundafjölda snertir. Á öðr-
um stöðvum var tegundafjöldi svip-
aður og sömu tegundirnar komu fyrir
aftur og aftur, án ntikils breytileika
milli stöðva.
Algengasta fjijrugerðin í Breiða-
firði eru skjólsælar leirur og sand-
fjörur með þangivöxnum bergtöng-
um og klöppum upp úr. í þessum
skjólsælu fjörum var tegundasamsetn-
ing frekar fábreytt og einsleg. Á klett-
um og steinum voru algengastar þang-
doppa (Littorina oblusata), kietta-
doppa (Littorina saxatilis) og nokk-
uð bar á nákuðungi (Thais lapillus).
Smákuðungarnir baugasnotra (Onoba
aculeus) og mærudoppa (Slieneopsis
planorbis) voru oft algengir á kló-
þanginu. Kræklingur (Mytilus edidis)
var áberandi í sumum skjólsælum
fjörum en öðrum ekki. Oftast var
hann ásæta á klóþangi, en einnig á
steinum og klettum. Langalgengasta
samlokan var hin smávaxna mæruskel
(Cyamium rninutum). Hún lifir sem
ásæta á klóþangi og í sumum fjörum
var þangið loðið af henni. Af krabba-
dýrum bar mest á marflóm af ættkvísl-
unurn Gammarus og Marinogammar-
us. M. obtusatus, M. finrnarchicus og
G. oceanicus. G. zaddachi og G. due-
benii fundust þar sem ferskvatns-
áhrifa gætti. Hyale nilssoni fannst
víðast livar í klapparþangsbeltinu.
Nokkuð bar á þanglúsum af ættkvísl
Jaera og Idotea granulosa var í nokkr-
um skjólsælum fjörum. Hrúðurkarl-
inn BalanuS balanoides var misdreifð-
ur en samt algengur í flestum fjör-
um. Burstaormurinn Fabricia sabella
myndaði oft skán á steinum.
1 skjólsælum leirum og leðjufjörum
er tegundasamsetning ekki einsleg. í
norðaustanverðum Breiðafirði eru
leirurnar mun fáskrúðugri, þar er
sandmaðkur (Arenicola marina) al-
gengastur. Auk hans bar nokkuð á
ormaskán á leirunum sem burstaorm-
urinn Polydora quadrilobata mynd-
aði. Einnig finnast í leirunum maðka-
móðir (Priapulus caudatus) og bursta-
ormarnir Pygospio elegans, Scoloplos
armiger, Nainereis quadricuspida og
Iirada inhabilis. Sunnar í firðinum
eru leirurnar mun tegundaríkari en
að norðan. Auk ofangreindra tegunda
bættust þar í hópinn burstaormarnir
96