Náttúrufræðingurinn - 1977, Síða 39
1. mynd. Útlínur silunganna úr Mós-
tjörn. Sjá einnig 2. töflu.
vakti, og kannaðist enginn þeirra, er
þá silnnga sáu, við að hafa séð jafn
gildvaxna silunga. Holdastuðull
þeirra er óvenju hár eða allt upp í
1,90 en 1,57 að meðaltali. Útlínur sil-
unganna vortt dregnar á blað daginn
sem þeir veiddust og eru þær sýndar
á 1. mynd.
Silungar þessir höfðu mikið lifað
á smáum skeldýrum í tjörninni sam-
kvæmt lauslegri skoðun á magainni-
haldi. Báðar hrygnurnar voru hrogna-
fullar.
1 Fossárvatni á Múla milli Norður-
dals og Suðurdals í Fljótsdal, Norður-
Múlasýslu, er silungur þannig til kom-
inn, að Þórhallur Björgvinsson á Þor-
gerðarstöðum í Fljótsdal tók silungs-
seiði úr læknum við Keldá í Suðurdal
í fötu og bar seiðin í fötunni upp í
Fossárvatn. Þetta skeði haustið 1942.
Upp úr 1950 fóru að veiðast mjög
stórar bleikjur í Fossárvatni. Var Jtess
sérstaklega getið að þær hefðu verið
gildvaxnar og kubbslegar. Þyngsta
bleikja, sem Þórhallur veiddi, var 4
kg slægð heima á Þorgerðarstöðum.
Ég kom að Fossárvatni hinn 23.
júní 1974 ásamt þeim Stefáni Einari
3. TAFLA
Þungi, lengd, mesta ummál og holdastuðull d silungum veiddum í Fossdrvalni
(bleikja)
Raðtala Silungur veiddur Þungi, g Lengd, crn Ummál, cm Holdastuðull
1 23. júní 1974 600 34,5 19,0 1,46
2 tf ff ff 400 32,0 17,0 1,22
3 ff ff ff 650 37,5 19,5 1,23
4 tf tt tf 500 36,0 19,0 1,07
Meðaltal ... 538 35,0 18,6 1,25
101