Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 28
Heklu sumarið 1984. Undirlagið er ým-
iss konar raklendi, mismunandi gróið.
Líklega er útbreiðsla hennar einkum til
fjalla í snjósælu landi.
Scutellinia minor (Vel.) Svrcek - Safnað í
Eyjafjarðarárhólmum við Akureyri, 15.
júlí 1972, í flagi eftir torfskurð.
Scutellinia olivascens (Cooke) O. Kuntze
- Þessi tegund óx í stórum stíl í mosa-
grónu, sendnu raklendi við smátjarnir í
gömlu malarnámunum við bæinn Glerá
fyrir ofan Akureyri, og safnaði ég
henni þar 28. júní 1982.
Scutellinia paludicola (Boud.) Le Gal -
Þessari tegund mun Johannes Lid,
norskur grasafræðingur, hafa safnað
við Hrafnkelsstaði í Fljótsdal eystra, 5.
ágúst 1939. Sýnið er geymt í grasasafni
Oslóarháskóla.
Scutellinia patagonica (Rehm) Gamundi -
Þetta mun vera algengasta flagsólarteg-
undin hérlendis, samkvæmt þeim
fjölda fundarstaða, sem henni hefur
verið safnað á, en þeir eru 13 og dreifð-
ir um allt Norður- og Austurland.
Norski fléttufræðingurinn Bernt Lynge
mun fyrstur hafa safnað henni á
Blönduósi 9. júlí 1937 og síðan í Hlíð-
arfjalli við Akureyri og á Djúpavogi.
Sjálfur hef ég safnað þessari tegund á
heiðunum vestan Blöndu, þar sem hún
virtist vera nokkuð algeng í flóunum,
einnig á Akureyri og nágrenni, Húsa-
vík og nágrenni, við Keldunes í Keldu-
hverfi, þar sem hún óx mikið á sandin-
um sem flæddi yfir eftir umbrotin 1976,
og á Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Af
þessu sést að S. patagonica gerir ekki
miklar kröfur um stað eða undirlag og
þess eru jafnvel dæmi að hún vaxi á
blautum og hálffúnum viði. Að jafnaði
kýs hún sér þó staði sem eru stöðugt
rennblautir eða á kafi í vatni. Þetta er
áberandi tegund, oftast blóðrauð, með
dimmbrúnum, allt að I mm löngum
hárakransi á kantinum, og oft um 5-10
mm í þvermál. Þó að hún sé kennd við
syðsta hluta Argentínu, hefur hún
reynst vera býsna algeng í norðvestan-
verðri Evrópu, m.a. í Noregi og á Is-
landi. (Líklegast er að þetta sé sú teg-
und sem König safnaði og nefndi
Peziza scutellata).
Scutellinia scutellata (L.) Lamb. - Saga
þessarar tegundar, eða öllu heldur teg-
undarnafns á Islandi hefur áður verið
rakin í greininni. Segja má að tegundin
hafi verið endurfundin af B. Lynge við
Skjöldólfsstaði á Jökuldal eystra, 10.
ágúst 1939, og síðan safnaði ég henni í
Skjaldarvík, Eyjafirði, á blautu hrossa-
taði í mýri og á Asi í Kelduhverfi,
1974, í mógröf. Götzsche getur hennar
frá Hallormsstað á Héraði, á fúnum
viði og mold við læk. (Götzsche 1987).
Eins og sjá má, er tegundin ekki kræsin
með undirlag, og virðist geta vaxið við
ýmiss konar aðstæður og í mismunandi
loftslagi. Hún líkist mjög síðastnefndri
tegund svo þær verða alls ekki sundur-
greindar nema með rannsóknartækj-
um.
Scutellinia subhirtella Svrcek - Fyrst safn-
að af Johannes Lid 14. ágúst 1939, á
Akureyri og síðan af greinarhöfundi á
Reykjum við Hrútafjörð, 1963. Henrik
Götzsche getur hennar frá Reykjavík,
Húsafellsskógi í Borgarfirði, Bólstað-
arhlíð í Austur-Húnavatnssýslu og
Hallormsstað eystra. Hún vex oftast á
berum jarðvegi eða dálítið mosagrón-
um, t.d. við læki eða vegi, en stundum
á jurtaleyfum, jafnvel á fúnum viði. AI-
geng um mestalla Evrópu.
Scutellinia trechispora (Berk. & Br.)
Lamb. - Getið af P. Larsen 1932 undir
heitinu Sphaerospora trechispora, sem
fyrr getur, en sýnin hafa líklega týnst.
Götzsche fann hana (aftur) í Skaftafelli
í Öræfum, 4. ágúst 1984, á fúnum viði
og jarðvegi við læk eða á. (Götzsche
1987).
Scutellinia umbrorum (Fr.) Lamb. - Safn-
að af Joh. Lid 28. júlí 1939, á Djúpa-
vogi. Höfundur safnaði henni á Hreða-
vatni í Borgarfirði 1961, í Timburvalla-
dal í Fnjóskadal 1973 og á Húsavík
1983. Þá hefur Helgi Jónasson safnað
henni í Reykjarfirði á Ströndum 1965
og Hörður Kristinsson fann hana við
Nautöldu í Þjórsárverum 1971. Undir-
lag tegundarinnar er mjög breytilegt.
138