Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 54
Teikningar úr Steinafrœði og jarðarfrœði Benedikts Gröndal frá 1878. Myndir þess- ar dró Benedikt sjálfur og voru þær prentaðar með hvítum línum á svartan bakgrunn eins og þær eru sýndar hér. kenning og flekaskrið, enda lýsir orðið fleki fyrirbærinu mun betur en plata. Næst er kafli um greiningu steinda, þar sem gerð er grein fyrir helztu eiginleikum sem notaðir eru til að greina þær, kristal- kerfum, lit, hörku o.s.frv. Höfundum er mjög í mun að vera sem stuttorðastir og er hætt við, að þeir sem ekki þekkja fyrir- fram til samhverfuhugtaka þeirra, sem notuð eru í kristallafræði, hafi lítil not af setningu eins og „Auk þess getur verið til staðar samhverfumiðja og eitt eða fleiri samhverfuplön." (s. 15). En hér er úr vöndu að ráða: ef útskýra ætti svo hver byrjandi gæti skilið, yrði að gera úr meira mál en rúmast í bók sem þessari. Einfald- ar teikningar af kristalformum og vaxtar- háttum kristalla hefðu aukið skýringargildi þessa kafla verulega. Næstu tveir kaflar fjalla um bergtegund- ir og flokkun þeirra, annars vegar storku- berg, hins vegar molaberg og steingerv- inga. Bergfræðilega er ísland næstum því ennþá fábreyttara, miðað við meginlönd- in, en steindafræðilega, því 9/10 hlutar landsins eru basalt, en þó eru í þessum köflum nokkrar laglegar myndir af berg- tegundum. Storkubergskaflanum fylgja enn fremur tvær smásjármyndir er sýna eiga frumsteindir bergsins og innri gerð þess. Höfundar falla í þá freistni, sem al- gengt er, að láta skýringargildið vikja fyrir fegurðargildinu, því myndirnar tvær sýna tvíbrotsliti í stað eigin lita steindanna. Smásjármyndir í lit eru að sönnu mikil framför miðað við svarthvítar, en þó virð- ast pennateikningar eins og þær sem Sveinn Jakobsson hefur notað í Náttúru- fræðingsgreinum sínum um íslenzkar berg- tegundir taka öllu slíku fram sem skýring- armyndir. Nú er komið að þeim þætti bókarinnar sem mest höfðar til steinasafnara, nl. kafl- anum um holufyllingar, og er gerð nokkur grein fyrir myndunarháttum þeirra og tengslum við hitastig í jarðskorpunni. Hryggjarstykki bókarinnar eru forkunnar- fagrar litmyndir Grétars Eiríkssonar af ís- lenzkum steinum, ásamt með stuttum lýs- ingum hvers þeirra. Nær allar myndirnar eru af steinum úr einkasöfnum, en í sum- um tilvikum er líklegt að t.d. steinasafn Náttúrufræðistofnunar, sem er í eigu allra landsmanna, hafi að geyma sýnishorn sem hentað hefðu ennþá betur, og hefði mátt leita fanga þar. Ljósmyndun skrautsteina er mikil íþrótt og yfirleguvinna, og verður ekki annað séð en að almennt hafi vel tek- izt til, bæði frá skýringar- og fegurðarsjón- armiði. Pó má segja, að síðarnefnda sjón- armiðið ráði fremur ferðinni, og hefðu teikningar - eða ljósmyndir, að ekki sé tal- að um myndir teknar með rafeindasmásjá - er sýndu hverja steind í fullkomnasta formi sínu aukið gildi bókarinnar verulega sem hjálpartækis við greiningu steinda. 164

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.