Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 7
Eyþór Einarsson Náttúrufræðistofnun Islands 100 ára Ræða forstöðumanns á afmælishátíð 30. september 1989 Náttúrufræðistofnun íslands er af- kvæmi Hins íslenska náttúrufræðifé- lags, sem var stofnað 16. júlí 1889, með „það sérstaklega fyrir mark og mið að koma upp náttúrugripasafni hér í Reykjavík, því vér erum sann- færðir um, að slíkt safn hlýtur með tímanum að verða aðal uppspretta alls náttúrufróðleiks hér á landi, og fá stórmikla vísindalega þýðingu, auk þess sem það yrði til mikils sóma fyrir land vort og þjóð“, eins og segir í áskorun um stofnun félagsins frá 9. júlí 1889 sem Stefán Stefánsson, Bene- dikt Gröndal, Þorvaldur Thoroddsen, Björn Jensson og Jónas Jónassen rit- uðu nöfn sín undir. Safnið var fyrst nefnt Safn Hins íslenska náttúrufræði- félags en fljótlega var farið að nefna það Náttúrugripasafnið, eða Náttúru- gripasafnið í Reykjavík. Fyrsti for- maður félagsins var Benedikt Gröndal og var hann jafnframt umsjónarmaður safnsins til ársins 1900. Árið 1887 hafði verið stofnað ís- lenskt náttúrufræðifélag meðal Islend- inga í Kaupmannahöfn, það var stofn- að í sama tilgangi og Reykjavíkurfé- lagið og var í raun fyrirrennari þess. Aðalforgöngumenn að stofnun Hafn- arfélagsins voru þeir Björn Bjarnar- son, síðar sýslumaður í Dalasýslu, og Stefán Stefánsson, og mun Björn hafa átt frumhugmyndina að stofnun þess. Þegar á fyrsta ári Hins íslenska náttúrufræðifélags eignaðist það tals- vert af náttúrugripum, sem urðu fyrsti vísirinn að safninu. Má fyrst nefna gripi þá, er Hafnarfélagið hafði aflað, en þeir voru afhentir Reykjavíkurfé- laginu til eignar við stofnun þess. Voru þetta nær eingöngu útlendir gripir, en fyrsti íslenski gripurinn, sem safnið eignaðist, var geirnyt, sem fékkst fyrir milligöngu Sigurðar sýslu- manns Jónssonar í Stykkishólmi. Hún er enn til og er til sýnis á þeirri litlu sýningu úr sögu safnsins sem er hér uppi á 5. hæð þar sem bókasafnið og fundarsalur stofnunarinnar eru. Næsti gripurinn var svo hamur af hafsúlu, en síðan jókst safnið smám saman, enda urðu ýmsir til að senda því góðar gjaf- ir. Má þar einkum nefna fullkomið ís- lenskt eggjasafn, sem Nielsen verslun- arstjóri á Eyrarbakka gaf árið 1890. Helgi Pjeturss tók svo við af Bene- dikt Gröndal, en 1905 tók Bjarni Sæ- mundsson við af honum og var um- sjónarmaður safnsins til dauðadags ár- Náttúrufræöingurinn 59 (3), bls. 117-122, 1989. 117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.