Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 53
Sigurður Steinþórsson Ritfregnir Tvær nýjar bækur um steina INNGANGUR Nú eru liðin ein 112 ár síðan Steinafrœði og jarðarfrœði Benedikts Gröndal kom út (1878), 128 bls. með 32 myndum af krist- öllum og kristalkerfum, sem Benedikt teiknaði sjálfur. í bók Gröndals er megin- efnið kristalla- og steindafræði, auk all- mikillar „grjótfræði", gagnstætt þeim kennslubókum um jarðfræði sem síðan hafa verið gefnar út, því þar skipa þessar greinar allar lágan sess (Guðm. G. Bárð- arson, Þorleifur Einarsson, Trausti Ein- arsson, Ari Trausti Guðmundsson). Það var því ekki vonum fyrr, að fyrir jólin 1988 komu út tvær veglegar litmyndabækur um steina, íslenskir steinar og Steinaríkið. Báðar eru einkum ætlaðar áhugamönnunt um steinasöfnun, og nálgast því hvorug hina fornu kennslubók Gröndals að fræði- legu innihaldi. Að liinu leytinu hafa nýju bækurnar að sjálfsögðu marga hluti fram- yfir, ekki sízt þá kosti sem Ijósmynda- og litprentunartækni síðustu tíma býður upp á. Þótt báðar fjalli bækurnar að nafni til um sama efnið, eru þær svo ólíkar að inni- haldi og efnistökum, að tæplega er hægt að bera þær saman. Önnur hefur jörðina alla að viðfangsefni, með sínum marg- breytilegu steindum, bergtegundum og steingervingum; hin einbeitir sér að hinu sértæka steinaríki íslands. En það er ein- mitt ntjög nauðsynlegt, því enda þótt Is- land sé með grýttustu löndum fer minna fyrir fjölbreytni í grjót- og steintegundum. Hins vegar eru vissir llokkar steinda, eink- um zeólítar, sérlega fjölbreyttir, og verða þeim ekki gerð viðhlítandi skil nema í sér- hæfðum bókum, eða þá í risavaxinni al- mennri bók. ÍSLENSKIR STEINAR íslenskir steinar, eftir Axel Kaaber, Ein- ar Gunnlaugsson og Kristján Sæmunds- son, með Ijósmyndum eftir Grétar Eiríks- son. Bókaútg. Bjallan, Rvk. 1988. „Allt í heimi hér stefnir til hins bezta," sagði Altúnga heimspekingur, og ennþá ein sönnun þessa er bókin íslenskir stein- ar. Því mér er kunnugt um það, að eigend- ur Bjöllunnar höfðu lengi haft á því áhuga að láta semja steinabók, en ekki hitt á heppilegan höfund. Sú bið reyndist hins vegar af hinu góða, því yfirleitt hefur tek- izt mjög vel til um bókina. Höfundarnir þrír sameina margvíslega kunnáttu og reynslu: Axel Kaaber er áhugamaður sem á mikið og gott steinasafn, og munu marg- ar ljósmyndanna vera af steinum úr safni hans, auk þess sem hann leggur til ýmis þekkingaratriði fyrir safnara. Kristján og Einar eru jarðfræðingar með víðfeðma þekkingu á jarðfræði íslands og reynslu í jarðhitafræðum, en flestar þær steindir sem safnarar sækjast eftir myndast einmitt í tengslum við jarðhita, og leggja þeir til hinn fræðilega þátt. í upphafi bókar er stutt yfirlit yfir jarð- fræði Islands, og fylgir því einfaldað kort sem sýnir jarðfræðina frá sjónarhóli steinasafnara - ummyndun og holufyllingu bergsins. I kaflanum er getið urn „plötu- kenningu" og „plötuskrið"; Þorsteinn heitinn Valdimarsson skáld benti fyrir löngu á betri orð yfir hugtök þessi: fleka- Náttúrufræöingurinn 59 (3), bls. 163-166, 1989. 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.