Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 45
9. mynd. Jarðvegsveggur í vegarkanti á Izu-Oshima. Hér má sjá fjölmörg gjóskulög frá
síðustu 10.000 árum og mjög áberandi mislægi í jarðveginum. Af breidd vegarins má
ráða í þykktina á jarðveginum. Soil profile with numerous tephra layers from the last
10,000 years in Izu-Oshima. Ljósm. photo Páll Einarsson.
er minni keila, um 120 m há sem situr
inni í öskju sem myndast hefur í meg-
infjallið. Askjan er um 3-4 km í þver-
mál með upp undir 100 m háa mis-
gengjaveggi og opin út mót austri.
Um 30 gjallkeilur, fallgígar og
sprengigígar raða sér á þrjá arma sem
ganga út frá öskjunni til NNV, SSA
og NA. Oshima hefur nær eingöngu
gosið basískum kvikum. Mihara-yama
varð að mestu leyti til í miklum kviku-
strókum á árunum 1777-78 í stórgosi
sem varaði til 1792. Hinn 15. nóvem-
ber árið 1986 hófst mikið gos í Mi-
hara-yama. Þetta var mikið basaltgos
og stóðu kvikustrókarnir í upphafi 500
m upp í loftið og flæddi hraun út yfir
öskjubotninn og byrjaði að renna út
úr henni. Hinn 21. nóvember opnaðist
svo sprunga yfir öskjubotninn og risu
á henni kvikustrókar allt að 1600 m
háir. Ur þeim rigndi gjalli, ösku og
nornahárum og hraun flóði út yfir um-
hverfið. Gufusprengingar áttu sér stað
á sprungunum og olli það aukinni tæt-
ingu kvikunnar og miklum gosmekki.
Hann náði meira en 10 km hæð. Síðan
fóru sprungur að opnast utan við öskj-
una, einkum til norðurs og hraun að
renna í átt að stærstu byggðinni á
eynni. Hraunið stöðvaðist um 300 m
frá Oshima eldfjallastöðinni sem rekin
er af Háskólanum í Tokyo. Gosið hélt
áfram fram yfir miðjan desember.
Gos tók sig síðan upp aftur hinn 16.
nóvember 1987, einu ári og einum
degi eftir upphaf fyrra gossins. Það
varaði nokkra daga. Um nóttina milli
hins 21. og 22. nóvember 1986 eftir að
gossprungan hafði náð mestri lengd
155