Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 20
1942 var leitað eftir því við Háskóla
íslands að hann tæki að sér að byggja
hús fyrir safnið og var lögunum um
happdrætti háskólans breytt þannig að
einkaleyfið var bundið því skilyrði að
háskólinn byggði yfir safnið. Voru
gerðar samþykktir um þetta í háskóla-
ráði og var ekkert að vanbúnaði að
hefja framkvæmdir 1948 er fjárhags-
ráð bannaði byggingar fyrir safnið. Og
svo hélt enn lengi fram og 1957 var
ákveðið að kaupa það húsnæði sem
opnaði okkur nýjan sýningarsal í gær.
Þessi vegferð hefur því gengið grát-
lega hægt að ekki sé fastar að orði
kveðið. Því veldur margt. Ekki efna-
leysi þjóðfélagsins því aldrei hefur
verið meira byggt en á þessum áratug.
Ég hygg að aðalástæðan sé sú að
menn hafa ekki skilið almennt og
skilja kannski ekki enn að náttúru-
fræðisafn er ekki aðeins hús með upp-
stoppuðum fuglum: Það er gluggi að
náttúrunni og náttúrulögmálunum og
það er til vansa að þjóð jafn rík og við
höfum verið skuli ekki hafa eignast al-
mennilegt safn, ekki síst vegna þess
að við lifum í svo nánu sambýli við
náttúruna að við verðum að skilja
hana og kunna hana. Hitt verður líka
að viðurkenna því miður að í mála-
fylgju hefur skort samheldni náttúru-
fræðinga, en hún getur ein dugað til
þess að koma málum af þessu tagi svo
ofarlega á forgangslista stjórnvalda að
ekki verði undan vikist.
En stjórn Hins íslenska náttúru-
fræðifélags tók á þessu máli 1983 og
hvatti til dáða. A hennar vegum varð
til sérstakur hópur til að sinna málinu,
það er uppbyggingu náttúrufræðisafns
og Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands undir forystu Einars Egilssonar
hvatti til dáða.
Þetta starf áhugamannanna leiddi
til þess að vorið 1985 var lögð fram til-
laga til þingsályktunar á alþingi - flutt
af 10 þingmönnum úr öllum flokkum
og forgöngumaður málsins og fyrsti
flutningsmaður var Hjörleifur Gutt-
ormsson.
Tillagan hljóðaði svo:
„Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stjórnina að hraða, m.a. í samráði
við hóp áhugamanna og Náttúru-
fræðistofnun fslands, undirbúningi
að byggingu yfir nútímalegt nátt-
úrufræðisafn á höfuðborgarsvæð-
inu.
Byggingarundirbúningur og fjár-
framlög til framkvæmda verði við
það miðuð að unnt verði að opna
safnið almenningi á árinu 1989 þeg-
ar 100 ár verða liðin frá stofnun
Hins íslenska náttúrufræðifélags og
náttúrugripasafns á þess vegum.“
í framhaldi af þessu skipaði Ragn-
hildur Helgadóttir menntamálaráð-
herra nefnd til að vinna að málinu og
vann nefndin margt vel en ekki tókst
full samstaða um málið í nefndinni.
Sl. vor skipaði ég svo nefnd til að
taka á málinu á ný og í nýju samhengi.
Formaður nefndarinnar er Hjörleifur
Guttormsson en aðrir í nefndinni eru
Eyþór Einarsson, forstöðumaður
Náttúrufræðistofnunar íslands, Jó-
hann Pálsson, grasafræðingur, til-
nefndur af Reykjavíkurborg, Kristín
Einarsdóttir, alþingismaður, Svein-
björn Björnsson, prófessor, tilnefndur
af Háskóla íslands, Þóra Ellen Þór-
hallsdóttir, prófessor, formaður Hins
íslenska náttúrufræðifélags og Þórunn
J. Hafstein deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu. Með nefndinni hafa
þau starfað Hrafnkell Thorlacíus arki-
tekt og Kristín Arnadóttir sem hefur
verið ritari nefndarinnar. Hafa þau
unnið mikið og gott starf á stuttum
tíma og cru þeim hér með færðar sér-
stakar þakkir fyrir framlag þeirra.
Nefndin hefur skilað áfangaskýrslu
þar sem tekið er annars vegar á laga-