Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 42

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 42
400 6. mynd. Mimatsu-línurit. Á myndinni má sjá mánaðarlegan vöxt Showa-Shinzan frá upphafi til loka. Mimatsu-diagram showing the growth of the Showa-Shinzan dome. þekkist á jörðinni, mynduð fyrir um það bil 70.000 árum. Hún er yfir 20 km í meðalþvermál. Umhverfis öskj- una eru gríðarlega miklar gjósku- hlaupamyndanir. Öskjubarmarnir ná frá 633 til 1233 m yfir hafflöt og öskju- botninn er í 340 til 700 m hæð. Askjan er því að meðaltali yfir 400 m djúp. Þröngt skarð, myndað við höggun og rof, er í öskjuvegginn að vestan en annars eru allbrattir misgengjaveggir allt umhverfis botninn. Upp af öskju- botninum rís svo ung þyrping keilu- eldstöðva. Þar er í gangi stöðug og áköf gufu- og hveravirkni mcð gasút- streymi (8.mynd). Með nokkurra ára millibili hafa þar orðið stakar gos- sprengingar af strombolian gerð og inn á milli koma gufusprengingar. Þar heitir Naka-dake og er í 1500 m hæð. Þetta mikla eldfjall, Aso, situr mislægt ofan á jarðmyndunum frá fornh'fs- og miðlífsöld. Askjan og keiluþyrpingin innan hennar er gróðri vafin og þar búa þúsundir manna og nýta sér þessa frjósömu náttúru. Það virðist ekki hafa mikil taugastrekkjandi áhrif á Japani að búa svona innilokaðir í eld- fjalli sem fyrr á tímum hefur eytt öllu lífi á fleiri hundruð ferkílómetra svæði umhverfis. Japan er þéttbýlt land og frjósamt og öll landgæði nýta þeir af mikilli kostgæfni. En þeir vita vel af hættunni og á fjallinu er eftirlitsstöð sem stöðugt fylgist með öllum breyt- ingum, sem á því og í því verða og nokkur leið er að mæla. Þar eru tugir mælistaða og framkvæmdar mælingar af öllum hugsanlegum gerðum. Ur þessu öllu er lesið jafnóðum í von um að íjallið komi ekki aftan að íbúum sínum með hamförum og dauða en muni segja til sín áður en hættan skell- ur yfir svo íbúarnir geti brugðist við aðsteðjandi hættu. (Kuno 1962, Mina- to 1977, Ono o.fl. 1981, Watanabe og Sudo 1988). Unzen-dake heitir 1360 m hátt eld- fjall á litlum skaga, Shimabara-hanto sem er inni í flóa vestan til á Kyushu, um 35 km austan við Nagasaki. Þetta er eina eldfjallið á Kyushu sem ekki er á Kirishima-beltinu. Það stendur eitt og stakt tugi km fyrir vestan belt- ið. Þetta er samsett keilufjall allflókið að byggingu, gert úr þrem megin eld- 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.