Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 7
Eyþór Einarsson Náttúrufræðistofnun Islands 100 ára Ræða forstöðumanns á afmælishátíð 30. september 1989 Náttúrufræðistofnun íslands er af- kvæmi Hins íslenska náttúrufræðifé- lags, sem var stofnað 16. júlí 1889, með „það sérstaklega fyrir mark og mið að koma upp náttúrugripasafni hér í Reykjavík, því vér erum sann- færðir um, að slíkt safn hlýtur með tímanum að verða aðal uppspretta alls náttúrufróðleiks hér á landi, og fá stórmikla vísindalega þýðingu, auk þess sem það yrði til mikils sóma fyrir land vort og þjóð“, eins og segir í áskorun um stofnun félagsins frá 9. júlí 1889 sem Stefán Stefánsson, Bene- dikt Gröndal, Þorvaldur Thoroddsen, Björn Jensson og Jónas Jónassen rit- uðu nöfn sín undir. Safnið var fyrst nefnt Safn Hins íslenska náttúrufræði- félags en fljótlega var farið að nefna það Náttúrugripasafnið, eða Náttúru- gripasafnið í Reykjavík. Fyrsti for- maður félagsins var Benedikt Gröndal og var hann jafnframt umsjónarmaður safnsins til ársins 1900. Árið 1887 hafði verið stofnað ís- lenskt náttúrufræðifélag meðal Islend- inga í Kaupmannahöfn, það var stofn- að í sama tilgangi og Reykjavíkurfé- lagið og var í raun fyrirrennari þess. Aðalforgöngumenn að stofnun Hafn- arfélagsins voru þeir Björn Bjarnar- son, síðar sýslumaður í Dalasýslu, og Stefán Stefánsson, og mun Björn hafa átt frumhugmyndina að stofnun þess. Þegar á fyrsta ári Hins íslenska náttúrufræðifélags eignaðist það tals- vert af náttúrugripum, sem urðu fyrsti vísirinn að safninu. Má fyrst nefna gripi þá, er Hafnarfélagið hafði aflað, en þeir voru afhentir Reykjavíkurfé- laginu til eignar við stofnun þess. Voru þetta nær eingöngu útlendir gripir, en fyrsti íslenski gripurinn, sem safnið eignaðist, var geirnyt, sem fékkst fyrir milligöngu Sigurðar sýslu- manns Jónssonar í Stykkishólmi. Hún er enn til og er til sýnis á þeirri litlu sýningu úr sögu safnsins sem er hér uppi á 5. hæð þar sem bókasafnið og fundarsalur stofnunarinnar eru. Næsti gripurinn var svo hamur af hafsúlu, en síðan jókst safnið smám saman, enda urðu ýmsir til að senda því góðar gjaf- ir. Má þar einkum nefna fullkomið ís- lenskt eggjasafn, sem Nielsen verslun- arstjóri á Eyrarbakka gaf árið 1890. Helgi Pjeturss tók svo við af Bene- dikt Gröndal, en 1905 tók Bjarni Sæ- mundsson við af honum og var um- sjónarmaður safnsins til dauðadags ár- Náttúrufræöingurinn 59 (3), bls. 117-122, 1989. 117

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.