Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 8. júní 2009 — 134. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÞRIÐJUDAGSGANGA verður farin um Viðey þriðju- daginn 9. júní. Gestir fá leiðsögn um eyna og Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur mun segja frá ræktun að fornu og nýju á Íslandi og í Viðey. Þá fá gestir kennslu í sáningu, útplöntun og niðursetningu útsæðis. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19.15. Leikkonan Esther Talía Casey býr ásamt Ólafi Agli Egilssyni og dóttur þeirra Ragnheiði Eyju í gömlu húsi í Grjótaþorpinu og kann því vel. Fyrir aftan húsið er stór og mikill garður þar sem Esther nýtur sín hvað best nú þegar sum-arið er gengið í garð. „Þetta er ei i og svo er ég búin að planta sumar-blómum í potta í kring.“ Aðspurð segist Esther vera með nokkuð græna fingur. „Ég hef allt-af haft áhuga á blómum og garð-rækt og það sama á við um Ólafen við sjáum fram á ðþ til hreyfings. Við leggjum þó mikið upp úr því að á nýja staðnum verði smá grasblettur. Esther sér fram á að eyða ófáum stundum næstu vikurnar byfir k d Dyttar glöð að garðinumEsther Talía Casey nýtur sín hvað best í garðinum þar sem hún hefur ásamt sambýlismanni sínum Ólafi Agli Egilssyni komið sér upp litlum kryddjurtagarði, en bæði deila þau áhuga á blómum og garðrækt. Esther bograr yfir kryddjurtum og blómapottum á meðan dóttirin Ragnheiður Eyja leikur sér í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingasími VEÐRIÐ Í DAG Mikið úrval af upphengdum salernum Baldursnesi 6 Akureyri Sími 414 1050 Smiðjuvegi 76 Kópavogi Sími 414 1000 Opið virka daga frá 8 -18 ESTHER TALÍA CASEY Ræktar kóríander og graslauk í garðinum • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Mikið breyst frá stofnun Gigtarmiðstöðin fagn- ar 25 ára afmæli. TÍMAMÓT 16 ÞORLEIFUR ÖRN ARNARSSON Tekst á við Rómeu og Júlíu Yfirborðskenndur farsi FÓLK 26 Um verðtrygginguna „Á síðustu árum hefur verðtrygg- ingin ekki haft neikvæð áhrif á lántakendur enda hafa laun hald- ið í verðlagsþróun og gott betur,“ skrifar Kjartan Broddi Bragason. Í DAG 14 Spurningakeppni um fótbolta Kolbeinn Tumi Daða- son og Björn Berg Gunnarsson halda pöbba-spurninga- keppni um fótbolta. FÓLK 26 JANUS BRAGI JAKOBSSON Heimildarþættir á netinu um lífið á Vestfjörðum FÓLK 20 SJÁVARÚTVEGUR Lítill sem enginn markaður er fyrir hvalkjöt í Japan, samkvæmt forstöðumanni innflutningsfyrirtækisins Asian Trading Co. Ltd. í Japan. Fyrir- tækið hefur verið aðalkaupandi afurða Hvals hf. í Japan. Forstöðumaðurinn segir að fyrir- tækið ætli ekki að flytja inn hval- kjöt frá Íslandi í ár. Þetta kemur allt fram í upptöku af símasamtali milli manns frá Greenpeace og for- stöðumannsins frá því 7. maí, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í samtalinu segir forstöðu maður- inn að Japanar borði lítið sem ekk- ert hvalkjöt lengur og unga fólkið sé afhuga því. Neysla á hvalkjöti er um 4.000 tonn árlega í Japan, samkvæmt forstöðumanninum, þar með talin neysla á höfrung- um. Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals, segir að ætlunin sé að selja allar langreyðarnar til Jap- ans í gegnum Asian Trading. Um 150 langreyðar á að veiða, sem gera a.m.k. um 6.000 tonn. Í fyrra flutti Hvalur hf. um 80 tonn til Japan í gegnum Asian Trading. „Það geta allir deilt um það til eilífðar hvað Japanar borða mikið á ári,“ segir Kristján. Hann segir lægð vera í efnahagnum í Japan sem stendur og verð hafi lækkað, en hann hafi ekki áhyggjur af því að enginn markaður sé í Japan. „Menn eru ekki að hugsa bara til ársins í ár heldur til framtíð- ar. Að komast í gang eftir svona langan tíma er mjög dýrt,“ segir Kristján. Kristján segist hafa talað við forstöðumann Asian Trading og hann hafi neitað því að hafa talað við Greenpeace. „Ef þetta er samtal við hann þá er þetta eitthvað sem Greenpeace hefur búið til. Þeir vinna þannig,“ segir Kristján. Í samtali við Fréttablaðið stað- festi maðurinn, sem Greenpeace segist hafa talað við, að hann væri forstöðumaður Asian Trading. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig frekar um málið. Nokkrir félagar í Greenpeace komu til Íslands í gær, sunnudag, til að eiga fund með stjórnvöldum og stjórnmálamönnum. „Ástæða þess að við erum að koma er að við viljum sýna stjórn- völdum fram á að það sé enginn markaður fyrir hvalkjöt í Japan,“ segir Wakao Hanaoka hjá Green- peace í Japan, sem átti samtalið við forstöðumann Asian Trading fyrir hönd samtakanna. - vsp Sala hvalkjöts er í uppnámi Innflutningsfyrirtækið sem Hvalur hf. hefur skipt við ætlar ekki að flytja inn hvalkjöt til Japans. Ársneysla á hvalkjöti þar er um 4.000 tonn. Langreyðar sem flytja á út eru um 6.000 tonn. Tap gegn Hollandi Möguleikar Íslands á að ná öðru sæti síns riðils minnkuðu verulega eftir tap gegn Hollandi. ÍÞRÓTTIR 22 SÚLD VESTANTIL Í dag verður hæg vestlæg eða breytileg átt, bjart með köflum suðaustan- og austan til en skýjað að mestu norðvestanlands. Dálítil rigning eða súld af og til, einkum vestan- lands. Hiti 8-14 stig. VEÐUR 4 11 9 10 9 12 14 FURÐUFISKAR VÖKTU LUKKU Á Bótabryggju gaf um helgina að líta ýmsa fiska sem Hafrannsóknastofnunin hefur sankað að sér. Þar voru til sýnis helstu nytjafiskar við Íslandsstrendur auk fjölmargra fiskitegunda sem finnast í úthafinu og koma sjaldan fyrir sjónir almennings. Má þar nefna Gulldeplu og Bramafisk. FRETTABLAÐIÐ/VILHELM Belgíska ríkissjónvarpið: Vildu mynda undaneldi FÓLK Belgíska ríkissjón- varpið lét taka upp þátt um íslenska hestinn um helgina. Farið var með hóp- inn í hesta- ferð og var komið við á Kjóa- stöðum og Þórodds- stöðum. Þáttur- inn, sem er mikils metinn í heimalandinu, fjallar um dýralíf í ýmsum löndum og er sýndur á besta tíma. Leiðsögumaður Íshesta, Svan dís Dóra Einarsdóttir, leiddi hópinn um Austur- land, en beðið var sérstak- lega um kynni við íslensku sauðkindina. Þá vildu sjón- varpsmennirnir ná myndum af íslenskum stóðhesti að verki, en til þessa var farið á Þóroddsstaði, og heimsótt- ur einn fremsti stóðhestur landsins, Þóroddur sjálfur. - kbs / sjá síðu 26 SVAN DÍS DÓRA EINARSDÓTTIR STJÓRNMÁL Samkomulag um skuld- bind ingar Íslendinga vegna Icesave-innistæðna verður til umræðu á Alþingi í dag. Baldvin Jónsson, sem er í stjórn Borgara- flokksins, hefur boðað til mótmæla á Austurvelli klukkan þrjú þar sem því er mótmælt að gengið verði að þessu samkomulagi. Þórólfur Matthíasson hagfræði- prófessor segir að Íslendingar megi nokkuð vel við una þótt hann skilji vissulega gagnrýni þeirra sem hefðu viljað láta á það reyna að fá hagstæðari úrlausn. Segir hann það mikilvægt að með sam- komulaginu sé komið í veg fyrir að Íslendingar lendi í skaðabótamál- um fyrir að mismuna kröfuhöfum. Einnig sé mikilvægt að sett hafi verið hámark á þann skaða sem við hljótum af málinu og hann sé lægri en það sem miðað var við þegar gert var upp við íslenska kröfuhafa. Einnig séu möguleikar á að málið verði endurskoðað eftir sjö ár þegar tvenn stjórnarskipti, að minnsta kosti, hafi átt sér stað í Bretlandi. Eiríkur Bergmann stjórnmála- fræðingur segist hins vegar eiga erfitt með að skilja af hverju Íslendingar reyndu ekki að vinna þeim málstað fylgis að Bretar ættu að sitja uppi með skuldbinding- arnar. - jse / sjá síðu 4 Stjórnarmaður í Borgarahreyfingunni boðar til mótmæla á Austurvelli: Icesave-sátt rædd á Alþingi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.