Fréttablaðið - 08.06.2009, Page 10

Fréttablaðið - 08.06.2009, Page 10
10 8. júní 2009 MÁNUDAGUR + Bókaðu flug á www.icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 65 22 0 5/ 0 9 *Flug aðra leiðina með sköttum. HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ STJÓRNMÁL Nýafstaðnar kosning- ar á Íslandi og á Indlandi verða til umræðu á málþingi í Háskól- anum í Reykjavík í dag klukkan 12. Sivaraman Swaminathan, sendiherra Indlands, og Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði, munu fjalla um þann lærdóm sem megi draga af kosn- ingunum. Í síðustu kosningum á Indlandi, sem er fjölmennasta lýðræðisríki heims, gátu 714 milljónir manna valið á milli rúmlega þúsund flokka. Kjör- staðir voru tæplega milljón tals- ins í 35 fylkjum og 543 kjördæm- um. - þeb Málþing um kosningar: Elsta og stærsta lýðræðisríkið ALÞINGI Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra var ekki kunn- ugt um það fyrir fram að Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra væri á leið í opinbera heim- sókn til Möltu. Þetta sagði hún á Alþingi á föstudaginn þegar hún svar- aði fyrirspurn framsóknarmannsins Gunnars Braga Sveinssonar um málið. Jóhanna sagði ekkert óeðlilegt við ferðina eða það að hún hefði ekki vitað af henni, enda væru ferðir utanríkisráðherra að öllu jöfnu ekki bornar upp í ríkis- stjórn. Á Möltu ræddi Össur við ráðamenn um reynslu þeirra af samningaviðræðum við ESB. - sh Jóhanna Sigurðardóttir: Vissi ekki um Möltuferðina JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR DÝRAHALD Búið er að urða hross sem voru dauð í skurði og við heyrúllur á bænum Ánastöðum á Mýrum. Héraðsdýralæknir og búfjáreftirlitsmaður höfðu farið í eftirlitsferð á staðinn í vor. Þeir sáu þá mörg dauð hross í skurði sem hálfpartinn hafði verið grafið yfir og hræ af folaldi hafði verið troðið niður við heyrúllur sem gefnar höfðu verið. Hræ af einu hrossi var einnig í skurði sem var fullur af vatni. „Við fórum þarna á laugar- daginn síðasta, því þá gat eig- andi hrossanna verið með okkur, og fórum yfir stöðu mála,“ segir Gunnar Gauti Gunnarsson, héraðs- dýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Hann segir að eig- andinn hafi þá, að boði yfirvalda, verið búinn að ganga sómasam- lega frá hræjum hrossanna sem hann hafði sjálfur lógað. Ástand hrossanna sem eftir lifðu sé við- unandi. Eigandinn hafi bent á fimm hross úr hópnum sem hann hyggist lóga í haust. Mönnum sé leyfilegt að lóga eigin hrossum og urða sómasamlega í eigin heima- landi. „Við munum mæta aftur á stað- inn í haust til eftirlits,“ segir Gunnar Gauti. „Svo þarf eigandi hrossanna að útvega sér tilsjón- armann þar sem hann býr sjálfur ekki á staðnum. Sá þarf að hafa daglegt eftirlit með hrossunum í vetur.“ - jss ÚTIGJÖF Skylt er að hafa tilsjónarmann með hrossum, búi eigandinn ekki á staðnum. Hrossahald á Ánastöðum á Mýrum áfram undir eftirliti: Eigandi búinn að urða hrossin NÁTTÚRA Hrossagaukur sást í tré í Heiðmörk á miðvikudaginn. Aðal- steinn Agnarsson tók myndirnar, en hann var á göngu þar. Þetta er ekki algeng sjón, en eins og sjá má af einni myndinni grípur hrossa- gaukurinn þéttingsfast í greinarn- ar til að halda sér í. „Hrossagaukar verpa oftast í skóglendi en ég man ekki eftir að hafa séð þá sitjandi uppi í tré. Maður sér þá hins vegar oft á girð- ingarstaurum,“ segir Ólafur Karl Nielsen, doktor í vistfræði, sem jafnframt staðfesti að um hrossa- gauk væri að ræða. Hrossagaukurinn er af strand- fuglaætt. Hann er þekktastur fyrir fagran söng þar sem hann hneggjar á flugi. Fuglinn kemur til Íslands í apríl eftir vetrardvöl á Írlandi. Heimkynni hans eru mýrar, fen, túndrur og votir hagar. - vsp Óalgeng sjón blasti við göngumanni í Heiðmörk: Hrossagaukur sást uppi í tré TRJÁGAUKUR Doktor í vistfræði man ekki eftir að hafa séð hrossagauk uppi í tré. MYND/AÐALSTEINN SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar Sam- fylkingarinnar í menntaráði leggja til að efnt verði til ritsmíða- samkeppni meðal barna og unglinga til heiðurs Guð- rúnu Helgadótt- ur rithöfundi. „Ritsmíða- verðlaun menntaráðs verði veitt árlega þeim reykvísku nem- endum sem sýna leikni í skap- andi skrifum. Fyrstu verðlaunin verði veitt á fyrstu Barnalista- hátíð Reykjavíkur, sem fram fer vorið 2010,“ segir meðal annars í tillögunni. Afgreiðslu hennar var frestað á fundi menntaráðs Reykjavíkur á miðvikudag. - gar Guðrún Helgadóttir: Verði heiðruð með samkeppni GUÐRÚN HELGADÓTTIR GEOFFROY‘S MARMOSET Apafeðgar af Geoffroy‘s marmoset-kyni láta fara vel um sig í dýragarðinum í Tel Aviv í Ísrael. Náttúruleg heimkynni þessa apakyns er í frumskógum Brasilíu. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.