Fréttablaðið - 08.06.2009, Síða 15

Fréttablaðið - 08.06.2009, Síða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÞRIÐJUDAGSGANGA verður farin um Viðey þriðju- daginn 9. júní. Gestir fá leiðsögn um eyna og Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur mun segja frá ræktun að fornu og nýju á Íslandi og í Viðey. Þá fá gestir kennslu í sáningu, útplöntun og niðursetningu útsæðis. Siglt er frá Skarfabakka klukkan 19.15. Leikkonan Esther Talía Casey býr ásamt Ólafi Agli Egilssyni og dóttur þeirra Ragnheiði Eyju í gömlu húsi í Grjótaþorpinu og kann því vel. Fyrir aftan húsið er stór og mikill garður þar sem Esther nýtur sín hvað best nú þegar sum- arið er gengið í garð. „Þetta er eiginleg sameiginlegur garður Grjótaþorpsins með tramp- olíni og leiksvæði fyrir börnin en þar höfum við Ólafur komið okkur upp litlum kryddjurtagarði sem er uppáhalds reiturinn minn í augna- blikinu. Þar erum við að reyna að rækta jurtir eins og myntu, kórí- ander, graslauk og steinselju. Við erum með þetta í sérstökum kassa og svo er ég búin að planta sumar- blómum í potta í kring.“ Aðspurð segist Esther vera með nokkuð græna fingur. „Ég hef allt- af haft áhuga á blómum og garð- rækt og það sama á við um Ólaf, en við sjáum fram á að sameinast í þessu í ellinni. Við erum hins vegar bara að leigja hér í Grjótaþorpinu og þá er ekki hægt að leggja garð- inn undir sig og nauðsynlegt að finna önnur ráð. Við erum bara með þetta á afmörkuðum bletti sem ég held að hljóti að vera í lagi enda held ég að enginn hafi nokk- uð á móti blómum. Draumurinn er svo að eignast eigin garð og við erum aðeins farin að hugsa okkur til hreyfings. Við leggjum þó mikið upp úr því að á nýja staðnum verði smá grasblettur. Esther sér fram á að eyða ófáum stundum næstu vikurnar bogr andi yfir kryddjurtunum á meðan dóttir- in hoppar á trampolíninu en sumar- fríið er á næsta leiti eftir anna- saman vetur. „Síðustu sýningar á Kardimommubænum verða um miðjan júní en um svipað leyti ætla ég að mæta hress og kát á Grímuna þar sem ég var tilnefnd fyrir leik í jólasýningunni Sumarljósum. Í lok sumars taka svo æfingar á Frida Viva la Vida við en verkið verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust.“ vera@frettabladid.is Dyttar glöð að garðinum Esther Talía Casey nýtur sín hvað best í garðinum þar sem hún hefur ásamt sambýlismanni sínum Ólafi Agli Egilssyni komið sér upp litlum kryddjurtagarði, en bæði deila þau áhuga á blómum og garðrækt. Esther bograr yfir kryddjurtum og blómapottum á meðan dóttirin Ragnheiður Eyja leikur sér í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Óseyri 2, Akureyri, 461 1150 • Opið virka daga kl. 12:00-18:00 – laugardaga kl. 12:00-16:00 • www.svefn.is HEILSUDYNUR OG HEILSUKODDAR Eitt með öllu SUMARTILBOÐ á stillanlegum rúmum Ný tilboð sjá www.svefn.is Íslenskir botnar Íslensk framleiðsla Íslenskir svefnsófar Margir litir í boði Vinsælasta stillanlega rúmið hjá okkur Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.