Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 08.06.2009, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 8. júní 2009 19 – fyrir alla sem elda – www.ms.is/gottimatinn nýr vefurtímaritið gott í matinn Ekki láta tímaritið Gott í matinn, sem dreift er á öll heimili, fram hjá þér fara. Tímaritið er sneisafullt af girnilegum og gómsætum réttum sem allir geta eldað. taktu persónu-leikaprófið hvernig eldar þú ?www.ms.is/gottimatinn Finndu uppskriftir að gómsætum réttum með Gott í matinn vörunum á www.ms.is/gottimatinn. í matargerð þjóðarinnar undirstaðan H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -0 1 9 2 Ég elda, þess vegna er ég Tími sumarfarsanna er ekki lið- inn: nú er að skýrast hvað verður á boðstólum hér syðra af leik- sýningum: Pétur Jóhann heldur áfram sýningum sínum í stóra sal Borgarleikhúss og á nýja sviði leiðir Ari Matthíasson sitt lið í gömlum hittara eftir Dario Fo. Þá eru ónefndar þrjár leikkonur í Gamla Bíói með gamanmál um kyn sitt og framundan er endur- reisn í Loftkastalanum með frum- sýningu á Grease. Með tveimur sýningum í Borgarleikhúsi má spyrja hvort Magnús Geir ráð- ist í að opna rekstur leikhússins allt árið, láti af þessari kjánalegu sumarlokun reglulegrar starf- semi. Ekki þarf að velta fyrir sér stöðu Þjóðleikhússins í því máli: þar verður allt lokað næstu sextíu sumur eins og hin sextíu sem liðin eru. Víst er það sóknarfæri fyrir aðra leikflokka ef leikhús sem þiggja stóra styrki af opinberu fé loka í nær fjórðung af ári. Þess vegna er Ari að endur- vekja gamalt verkefni, láta vinna af því nýja textagerð sem er snið- in að hruninu og kalla Þröst Leó aftur til starfa við að setja Við borgum ekki eftir Dario Fo í gang í þriðja sinn. Frumsýningu á laugardagskvöld var harla vel tekið enda er það dauður maður sem ekki hlær af dellukenndum farsa Fo. Hann hefur eina yndis- legustu endalínu í gjörvöllum leikbókmenntum vesturlanda. Sýningin var líka kraftmikil: Maríanna Clara, Halldór Gylfa- son, Ari sjálfur leika hér af mikl- um krafti. Jóhann og Þrúður eru í hinum erfiðu hlutverkum að vera stoðir undir fyrirferðar- mikil trúðshlutverkin þrjú. það er mikið at, uppákomur býsna fyndnar og mikill bægsla gangur. Eins og oftast í försum eru mann- gerðirnar það sem fyndið er og þurfa þá ekki endilega að hafa eitthvað skemmtilegt að segja. Jóhann sem Ari leikur er leiðin- dagaur, var á sínum tíma í leik- riti Fo dyggur kommúnisti, en er nú bara heiðarlegur meðaljón sem vill hafa allt sitt á hreinu og skulda engum neitt. Konan hans Antonía er aftur fyndin því hún hæðist stöðugt að manni sínum og vinkonu og þvælir þeim báðum í vef lyga og blekkinga sem þau hvorugt kunna að meta. Svo er hinn klassíski aðkomumað- ur sem alltaf er leikinn af sama leikaranum og hrindir atburða- rásinni áfram. Það er engum blöðum um það að fletta að þau Halldór og Maríanna keyra þessa sýningu áfram og hún væri svipur hjá sjón án þeirra. Hin þrjú gera þetta eftir bókinni: Þrúður til dæmis óttaleg gufa og Jóhann hreinn kjáni þó hann leyni á sér og stal senunni gersamlega í eina, tvær mínútur, svo enginn sá né heyrði hvað var annað að gerast á svið- inu. Ég hef efasemdir um stað- færsluna, sumt er fyndið hjá Magneu, annað ekki. En þetta var hressandi kvöldstund. Samt ein- hvern veginn eins og út úr kú af því staðfærslan virkar ekki alveg en uppákomurnar eru óborgan- legar og Maríanna og Halldór gamanleikarar af guðs náð. Páll Baldvin Baldvinsson Á sumrin skemmti ég mér LEIKLIST Margrét (Þrúður) dælir vetni í taugatrekktan sérsveitarmann (Halldór) og Antonía (Maríanna) áttar sig á skelfilegum mistökum. MYND/NÝJAÍSLAND/LR/LA LEIKLIST Við borgum ekki, við borgum ekki eftir Dario Fo Þýðing og staðfærsla: Magnea Matthí- asdóttir Leikstjóri: Þröstur Leó Gunnarsson Leikmynd: Stígur Steinþórsson ★★★ Óborganlegur farsi í þokkalegri svið- setningu. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.