Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 35

Fréttablaðið - 11.06.2009, Side 35
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 2009 Í safninu eru um 2.000 steinar. Steinasafnið í Breiðdal er nú opið þriðja sumarið í röð en það er til húsa í gamla pósthúsinu í Breið- dal við hlið Hótels Bláfells. Stein- unum hefur að mestu verið safn- að í nágrenni Breiðdals af Reyni Reimarssyni en safnið er nú í eigu Björns Björgvinssonar. „Safninu tilheyra um 2.000 steinar og hefur það að geyma flestar steintegundir sem finnast á Austurlandi, en á þessu land- svæði finnast flestar steinteg- undir á landinu,“ segir Björn. „Það er skráð og merkt á íslensku og ensku af svissneskum jarðfræð- ingum sem gerir það allt áhuga- verðara.“ Að sögn Björns verður áfram unnið að því að fullkomna þessa skráningu og innan tíðar verður hægt að sjá einstaka steina á tölvu- skjá ásamt öllum helstu upplýsing- um. Má þar nefna hversu margar steintegundir eru í hverjum steini, hvað steinarnir eru gamlir, hvar þeir fundust og svo framvegis. Safnið er opið í júlí og eftir sam- komulagi. „Þetta er lítill staður og utan opnunartíma er velkomið að hringja í símanúmer á hurðinni og þá er hlaupið til og opnað,“ segir Björn. - ve Steinar úr ná- grenni Breiðdals Sjóðheitar skógarlummur með ilmandi rabarbarasultu og sjóðheitu ketilkaffi. 20. JÚNÍ EGILSSTAÐIR SÍMI 471-1800 BARRI H ér að sp re nt FÉLAG SKÓGARBÆNDA Á AUSTURLANDI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.